Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2006

Rigning og vindur

Mynd
Jamm, nú er það rigningin og vindurinn sem gleður mann. Í sumarfríinu sá ég þennan fallega kaktusgarð og einnig varð á vegi okkar íkornar, úti í náttúrunni, sem að borðuðu úr hendi ferðamanna. Svo fórum við í kafbát og skoðuðum neðansjávarlífið rétt við miðbaug, frekar spennandi. Eftir gott sumarfrí, erlendis, er maður kominn í hversdagsleikann aftur. Námið gengur vel og er að "stúdera" mest þessa dagana heimasíður skóla og finna út hvað er gott og hvað virkar og slíkt. Bara gaman í svona hundleiðinlegu veðri. Skrítið hvað tíminn líður hratt þegar maður getur bara setið og einbeitt sér alveg að efninu. Nú svo er bara verið að bíða eftir veðri til að heyja og slíkt. Þá fer að líða að skólabyrjun, það er nefnilega svo slæmt hvað vinnan slítur sundur fyrir manni sumarfríinu ................................................. segi bara si sonnnna !