Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2007

Ýmislegt í gangi

Mynd
Jæja, lítið sett á bloggið undafarið. Það er nú samt margt búið að gerast. Í náminu sit ég og les og les og reyni að skilja. Er svo farin að skipuleggja lokaverkefnið mitt til meistaranáms og fá það samþykkt hjá viðkomandi kennurum í Kennaraháskólanum . Þetta er allt í vinnslu og ekki tímabært að opinbera það á bloggsíðu. Er búin að fá leiðsögukennara en það er Torfi Hjartarson lektor við skólann. Á heimavístöðvunum er það að frétta að búið er að járnabinda plötuna og nú höfum við beðið eftir að veðrið verði hagstætt til að steypaplötuna. Það tekst vonandi á morgunn, föstudag. En þegar að sökklarnir voru steyptir 18.okt. sl. kom þetta upp í huga Sigurjóns tengdaföður míns: Svínvetingar steyptu í dag Sökkla að nýju fjósi. Það mun auka ykkar hag Allvel, það ég kjósi Síðan þurfti að keyra nokkur hlöss af möl í grunninn. Þá var gólfplatan járnabundin.