Fyrsta skriflega verkefnið mitt í vetur var að skrifa um trúverðugleika í eiginlegum rannsóknum í kúrsinum, Aðferðafærði og menntarannsóknir 61.00.01-H07 . Þetta verkefni var unnið undlir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur prófersors í KHÍ . Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum. Trúverðugleiki (e.trustworthiness) er eitt einkenni eigindlegra rannsókna. Hugtakið er afar mikilvægt vegna þess að þeir sem vilja nýta rannsóknina þurfa að vera vissir um að hún hafi verið gerð skv. almennum siðareglum í vísindastarfi. ,,Þeir þurfa að geta metið trúverðugleika og notagildi niðurstaðanna. Því er trúverðugleiki er almennt staðfestur (sannaður) með því að nota ýmiss gagnasöfn og/eða aðferð við úrvinnslu gagna”. (Leydens og fl., 2004) en kröfurnar verða líka að vera fyrir hendi, því að hugtakið trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum má skilgreina sem þær kröfur sem gerðar eru til rannsakenda við vinnu þeirra, þannig að mark verði takandi á niðurstöðunum. Þessar kröfur þurfa að auðvelda utanaðk...
Ummæli