Réttardagurinn og veðrið
Í dag er hátíðisdagur hér í Tungunum, fé í réttum eftir fjárlausar réttir í tvö ár. Margir fara ríðandi í réttirnar og kjötsúpa á hverjum bæ í sveitinni. Ball um kvöldið og fjör fram á nótt. Veðrið misjafnt, stundum gott og stundum vont og allt þar á milli. En í dag er það með versta móti a.m.k s.l. ár, fyrst rigning, svo slydda og þá snjókoma. Þessu fylgdi mikið rok.
Mín skoðun hefur alltaf verið sú að það á að gera meira úr þessum degi og blása til sóknar, taka vel á móti þeim sem vilja koma í sveitina og vera með. Gleðjast með frændum og vinum. Samstaða þeirra sem eru skipaðir í nefndir sveitarfélagsins og vilja ráða, hafa ekki náð saman um þetta en ég veit um fólk sem er sömu skoðunnar og ég í þessum efnum. Að lokum þakka ég mínum trygga fjallmanni fyrir að vilja vera okkar maður, takk Binni. Hann er á myndinni hér að ofan og lítur yfir féð í dag.
Ummæli