Í dag fengum við frábæra umfjöllun í Fréttablaðinu (bls.6) frá Dr. Gunna um nautakjötssöluna okkar. Fengum í kjölfarið þó nokkrar fyrirspurnir og nokkrar pantanir. Bara frábært.
Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019 Starfsfólk Bláskógaskóla Reykholti, ásamt nokrum mökum starfsmanna fór í námsferð til Bolzano á Ítalíu vorið 2019. Eftir nokkurn undirbúning var lagt af stað frá Reykholti 30. apríl til Keflavíkur þar sem var gist á Base hotel. Flug var snemma morguns og tók flugið til Munchen um 4 klst. Þegar þangað kom tók á móti okkur Jóna Fanney Svavarsdóttir frá Eldhúsferðum . Frá Munchen var keyrt beint til Bolzano í Suður – Týrol (rúmir 4 tímar) og farið á hótel Feicher sem er í miðbæ Bolzano. Afar huggulegt hótel og gott að vera þar. Þá fórum við út að borða á þjóðlegum Suður- Týrólskum stað. Þessi ferðadagur var ansi langur í klukkustundum talið (17 klst) en afar góð stemmning í hópnum. 1.maí - miðvikudagur Þessi dagur var ,,frídagur“, þ.e.a.s – ekki vinnudagur sem slíkur en nánast allir ákváðu að fara í skemmtilega fjallaferð með kláfi frá Bolzano til Sop...
Í handavinnu/textíl er ég að kenna nemendum að prjóna. Þegar margir nemendur eru í hóp og allir að byrja að prjóna á sama tíma er erfitt að liðsinna öllum í einu. Eftir að skólinn varð mjög vel spjaldtölvuvæddur geta nemendur notað spjaltölvur í nánast öllum tímum. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með að nota myndbönd á youtube um það hvernig á að fitja upp á prjón og síðan prjóna slétt og brugðið. Þetta hefur gefist nokkuð vel einkum ef nemendur stilla á að sýna myndbandið mjög hægt. Þau sem eru áhugasömust og hafa mestu einbeitinguna hafa náð að læra að prjóna á þennan hátt en hin þurfa einnig aðstoð og útskýringar kennarans.
Fyrsta skriflega verkefnið mitt í vetur var að skrifa um trúverðugleika í eiginlegum rannsóknum í kúrsinum, Aðferðafærði og menntarannsóknir 61.00.01-H07 . Þetta verkefni var unnið undlir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur prófersors í KHÍ . Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum. Trúverðugleiki (e.trustworthiness) er eitt einkenni eigindlegra rannsókna. Hugtakið er afar mikilvægt vegna þess að þeir sem vilja nýta rannsóknina þurfa að vera vissir um að hún hafi verið gerð skv. almennum siðareglum í vísindastarfi. ,,Þeir þurfa að geta metið trúverðugleika og notagildi niðurstaðanna. Því er trúverðugleiki er almennt staðfestur (sannaður) með því að nota ýmiss gagnasöfn og/eða aðferð við úrvinnslu gagna”. (Leydens og fl., 2004) en kröfurnar verða líka að vera fyrir hendi, því að hugtakið trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum má skilgreina sem þær kröfur sem gerðar eru til rannsakenda við vinnu þeirra, þannig að mark verði takandi á niðurstöðunum. Þessar kröfur þurfa að auðvelda utanaðk...
Ummæli