Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2006

Rigning og aftur rigning

Mynd
Rigning og aftur rigning. Sem betur fer er alltaf rigning þessa dagana. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Gott fyrir gróðurinn !!! Gott á meðan ég var að klára grunnskólavinnuna en nú er ég í endurmenntuninni, er á námskeiði í sumar í Upplýsingatækni og stjórnun í KHÍ. Er búin að sitja við og lesa og lesa og vinna verkefni, bara gaman. Er búin með eitt verkefni af 6 í sumar og á eftir 20 bls. ritgerð í ágúst. Hvenær ætli svo hið eiginlega sumarfrí hefjist?