Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2007

Youtube og önnur verkefni í Kennó

Sæl öll, Hvað tíminn líður hratt, er á kafi í vinnu og að sinna skólanum mínum. Eitt af verkefnum kúrsins sem ég er í er að skrifa um streymimiðlun, ég valdi mér að skrifa smá pistil um Youtube en það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var að vinna í verkefninu var mér bent á sambærilegan vef fyrir kennara sem er nýkominn í loftið en hann heitir Teachertube og byggir á sömu hugmyndafræði og fyrri vefurinn. Hér kemur svo pistillinn minn um Youtube.com: Youtube.com - rýnt í vefinn. Myndbandsvefurinn Youtube.com varð til 15. febrúar 2005. Hann var stofnaður til þess að dreifa myndböndum og eru einkunnarorð vefsins: “Broadcast yourself” sem gæri útlagst á íslensku Komdu sjálfum þér á framfæri !!! eða eitthvað í þá áttina. Grunnhugmyndin er sú að hver sem er geti komið sínu eigin efni inn á Netið á þess að greiða fyrir það. Google fyrirtækið keypti vefinn í nóvember 2006 af einstaklingunum sem stofnuðu hann. Á Youtube fyrir finnast margar gerðir af myndböndum, brot úr þáttum, sjónvarp...