Youtube og önnur verkefni í Kennó

Sæl öll,
Hvað tíminn líður hratt, er á kafi í vinnu og að sinna skólanum mínum. Eitt af verkefnum kúrsins sem ég er í er að skrifa um streymimiðlun, ég valdi mér að skrifa smá pistil um Youtube en það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var að vinna í verkefninu var mér bent á sambærilegan vef fyrir kennara sem er nýkominn í loftið en hann heitir Teachertube og byggir á sömu hugmyndafræði og fyrri vefurinn.

Hér kemur svo pistillinn minn um Youtube.com:


Youtube.com - rýnt í vefinn.

Myndbandsvefurinn Youtube.com varð til 15. febrúar 2005. Hann var stofnaður til þess að dreifa myndböndum og eru einkunnarorð vefsins: “Broadcast yourself” sem gæri útlagst á íslensku Komdu sjálfum þér á framfæri !!! eða eitthvað í þá áttina.

Grunnhugmyndin er sú að hver sem er geti komið sínu eigin efni inn á Netið á þess að greiða fyrir það. Google fyrirtækið keypti vefinn í nóvember 2006 af einstaklingunum sem stofnuðu hann.
Á Youtube fyrir finnast margar gerðir af myndböndum, brot úr þáttum, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, íþróttaleikir og svo frv. Vefurinn gerir hverjum og einum mögulegt að sækja myndskeiðin með því að afrita annað hvort URL-ið eða embed-kóðan og setja t.d. á blogg eða heimasíður. Hægt er að sjá fyrir neðan hvert myndband hvað það heitir, hvað það er langt, hvenær það var vistað, frá hverjum það er, hvað margar stjörnur það fær, sem eru gefnar af notendum síðunnar og hversu margir hafa skoðað það.
Á forsíðunni eru margir þættir m.a. er hægt að fara í leitarstreng og setja inn orð fyrir það sem leitað er að t.d. nafn á lagi eða tónlistarmanni eða einhverju slíku. Þá kemur upp flokkur af myndböndum sem hafa verið “tögguð” – merktir undir þenna flokk. Einnig er rammi þar sem kynntir eru nýjustu möguleikarnir á Youtube, þar er einnig hægt að fara inn á blog um frá fyrirtækinu sjálfu en það byrjaði 07.07.2006.
Á forsíðunni eru einnig vísanir á vinsæl myndbönd fyrir gsm-síma og virkar rásir, sem og virka hópa innan Youtube.
Ef einstaklingur skráir sig inn fær hann aðgang að “my account” – sem er svæðið þar sem hægt er að setja inn myndböndin sín, “innbox” er það sem hægt er að búa til alls konar skilaboð um myndböndin á vefnum. Á þessu svæði er einnig hægt að búa til sína hópa, skrá niður skilaboð, skrá níður hjá sér mismunandi rásir, skrá niður samskipataðila og þar fram eftir götunum. Þetta er nokkurs konar heildaryfirlit yfir það sem maður hefur sett inn, skrifað og skoðað á vefsíðunni. Allt er þetta sett upp mjög skilmerkilega. Þegar þetta hefur verið fyllt út að einhverju leiti er hægt að fara í línu sem heitir MY á forsíðunni og fletta þessum upplýsingum upp.
Neðst á forsíðunni eru síðan ýmsar gagnlegar upplýsingar m.a. um fyriritækið sjálft og hjálpar- og upplýsingabox.
Undir flipanum Videos eru sýnd myndböndin sem eru skoðuð mest þann daginn og stjörnugjöfina fyrir þau.
Undir flipanum Categories – flokkar er efninu skipt í flokka en hver innleggjandi flokkar sitt efni sjálfur. Meðal flokka eru bílar og hjól, grín, skemmtilefni, myndir og teiknimyndir, gátur og leikir, hvernig á að gera hlutina, tónlist, fréttir og stjórnmál, fólk og blogg, gæludýr, íþróttir og ferðalög og staðir.
Undir flipanum Channels- rásir er hægt að fara í mismunandi flokka og skoða myndböndin t.d. það sem er mest skoðað , það sem er sett inn í ákveðnum máuði og svo framvegis.
Undir flipanum Community – samskipti getur fólk skipt á skoðunum um verkin og hægt að skrá sig í ákveðna hópa.

Auglýsingar eru í einhverju mæli á vefnum og þegar ég sló inn Eiríkur Hauksson komu upp mynd bönd með honum og efst á síðunni voru auglýsingar frá íslenskum fyrirtækjum.

En svo er skemmtileg að þegar ég var að vinna þetta verkefni þá komst ér að því að það er kominn svipaður vefur fyrir kennara til að setja námsefni inn á og hann heitir Teacherstube og slóðin er http://www.teachertube.com/index.php

Læt þetta duga að sinni
Góðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky