Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky
Á vinnustofu no 2 á Utís 2019 fór ég og hlusaði á Jesse Lubinsky fara í gegnum hvernig er hægt að nota ýmiskonar viðbætur við google classrom-ið sem við í Bláskógaskóla erum að innleiða. Hann fór með okkur í gegnum ýmsar viðbætur sem auðvelda vinnuna í skólanum en gefa einnig betri innsýn í vinnu nemenda.
Jesse hefur útbúið heimasíðuna sína en einnig síðuna Session Resources þar sem hann hefur sett inn ógrynni af efni er varaðar verkfæri Google í skólastarfi. Þetta er síða sem maður á örugglega eftir að skoða betur og ég veit að þar er hægt að nýta sér margt í vinnunni hjá manni.
Ég er rétt að byrja að skoða hvað er þarna inni. En Jesse gefur kost á að maður fari í gegnum fyrirlesturinn Upping Your CLassroom Game sem hann flutti á Utís á netinu.
Fyrst ræddi hann um forritið Flipgrid en það býður upp á alls konar myndbandskynningar og eru það lokuðsvæði sem er unnið á og hægt er að stilla forritið þannig að það virki bara á neti skólans, þannig er hægt að fara eftir persónuverndarsjónamiðum er snúa að nemendum. Í glærunum bendir hann á 15 leiðir til að nota Fligrid í skólastofunni
Næst fór hann í gegnum það semer kallað Pear Deck sem er viðbót sem hægt er að fá prufuaðgang að í 3 mánuði. Hún styður við Google slides (sem er glærusýningarforrit) og gefur meiri möguleika í að hanna glærusýningar og kennarann að halda utan um fyrir bekkinn t.d. með því að búa til umræðugrundvöll fyrir ákv. efni og leggja fyrir spurningar af mismunandi toga. Kennarinn leggur síðan glærunar sínar fyrir hverng og einn nemanda og hann vinnur sína vinnu inn á þær og skilar. Á meðan getur kennarinn getur haft yfirsýn á sinni tölvu/ipad hvað hver nemandi er að vinna.
Þá minntist Jesse næst á Nearpod sem er sniðugt forrit þar sem hægt er að búa til gagnvirkar glærur. Þetta forrit þarf að kaupa en hægt er að fá prufuáskrift.
Flubaroo er viðbót í Google og er einkunnagjafaforrit. Forritið getur birt niðurstöður nemenda á mismunandi hátt unnið út frá exelskjali.
Í forritinu er hægt að senda einkunnir heim í tölvupósti og svarlykil með. Kennarar geta deilt upplýsingum á milli sín.
Flubaroo er meira en bara flokkunartæki einkunna.
Það reiknar meðaltal skora. Það reiknar meðalskor á hverja spurningu og merkir spurningar með lágt stig. Það sýnir þér einnig dreifingu einkunna. Það gerir þér kleift að senda einstaklingsbundna endurgjöf til hvers nemanda.
Doctopus er viðbót í G-Suite. Doctopus gerir kennurum kleift að deila og skipuleggja og meta vinnu nemenda í Google Drive með því að stjórna skrám í Drive-inu. Doctopus vinnur einnig með G-classroom. Forritið opnast ekki sjálfkrafa heldur þarf að kveikja á því þegar það á að vinna með það og birtist þá rúða/svæði hægra megin við töflureiknisgluggann.
Goobric er einnig viðbót í G-Suite. Þegar nemendur hafa lokið verkefni er náð í verkefnið og safnar Doctobus saman öllum krækjum á nýtt blað og dregur því úr þörfinni að hoppa um og finna upplýsingar um verkefni. Þegar búið er að fara yfir verkefnið þá vinna Doctopus og Gobric saman. Er umsögnin bætt neðst við skjal nemandans og hægt að senda í tölvupósti til hans. Ég hef ekki prófað þetta ennþá en þetta finnst mér spennandi kostur einkum í bóklegum greinum.
Alls konar spurningakeppnir eru vinsælar hjá nemendum og til eru nokkur forrit og viðbætur þar sem hægt að búa til mismunandi spurningar.
Ouizlet er vefsíða sem býður upp á þennan möguleika, aðgangur er frír
Annar kostur er Kahoot! , það er einnig vefsíða sem þarfað skrá sig inn á og er ókeypis.
Socrative er app og vefsíða sem kennarar geta notað sem tæki til að búa til skyndipróf eða skoðakannanir. Appið persónuskráir niðurstöður sem hægt er að nálgast.
Samanburð á þessum spurningakostum má sjá hér
Að lokum minntist Jesse á Hyper docs er í megin atriðum skjöl sem eru með tengla við önnur skjöl, myndir,vefsíður, texta og myndskeið. Þessu er lýst svona sem gagnvirku vinnublaði. Þetta er spennandi kostur sem þarf að skoðast ennfrekar og Jesse minntist einnig á að þessi kostu vinnu með Smach board en hann útskýrði það ekki nánar svo maður þarf kannski að stúdera það e-ð meira
Fyrirlestrar glærur Jesse má sjá hér og öllum er velkomið að nota sagði hann og þarna eru mörg góð ráð og leiðbeiningar hvernig á að nota allt sem hér hefur verið minnst á. Þessi vinnustofa var sú sem ég lærði mest á á Utís 2019.
Ég vona að þetta hafi vakið áhuga þinn á þessu en ég á amk eftir að prófa sumt af þessu en sumt er ég búin að prófa en annað þekkti ég - tja eiginlega bara Kahootið!! svo það er margt að læra.
Goobric er einnig viðbót í G-Suite. Þegar nemendur hafa lokið verkefni er náð í verkefnið og safnar Doctobus saman öllum krækjum á nýtt blað og dregur því úr þörfinni að hoppa um og finna upplýsingar um verkefni. Þegar búið er að fara yfir verkefnið þá vinna Doctopus og Gobric saman. Er umsögnin bætt neðst við skjal nemandans og hægt að senda í tölvupósti til hans. Ég hef ekki prófað þetta ennþá en þetta finnst mér spennandi kostur einkum í bóklegum greinum.
Alls konar spurningakeppnir eru vinsælar hjá nemendum og til eru nokkur forrit og viðbætur þar sem hægt að búa til mismunandi spurningar.
Ouizlet er vefsíða sem býður upp á þennan möguleika, aðgangur er frír
Annar kostur er Kahoot! , það er einnig vefsíða sem þarfað skrá sig inn á og er ókeypis.
Socrative er app og vefsíða sem kennarar geta notað sem tæki til að búa til skyndipróf eða skoðakannanir. Appið persónuskráir niðurstöður sem hægt er að nálgast.
Samanburð á þessum spurningakostum má sjá hér
Að lokum minntist Jesse á Hyper docs er í megin atriðum skjöl sem eru með tengla við önnur skjöl, myndir,vefsíður, texta og myndskeið. Þessu er lýst svona sem gagnvirku vinnublaði. Þetta er spennandi kostur sem þarf að skoðast ennfrekar og Jesse minntist einnig á að þessi kostu vinnu með Smach board en hann útskýrði það ekki nánar svo maður þarf kannski að stúdera það e-ð meira
Fyrirlestrar glærur Jesse má sjá hér og öllum er velkomið að nota sagði hann og þarna eru mörg góð ráð og leiðbeiningar hvernig á að nota allt sem hér hefur verið minnst á. Þessi vinnustofa var sú sem ég lærði mest á á Utís 2019.
Ég vona að þetta hafi vakið áhuga þinn á þessu en ég á amk eftir að prófa sumt af þessu en sumt er ég búin að prófa en annað þekkti ég - tja eiginlega bara Kahootið!! svo það er margt að læra.
Ummæli