Utís 2019 - Vinnustofa - Hlaðvarpsgerð (podcast)
Á vinnustofu 1 á Utís 2019 lærði ég að vinna hlaðvarpsþætti (podcast). Björn Kristjánsson kennari (@bjossiborko) sá um vinnustofuna. Hann hefur kennt á nokkrum stöðum á landinu og er einnig tónlistamaður.
Bjössi fór yfir helstu þætti þess að búa til hlaðvarp (airplay) og hvað og hvernig er best að byrja með nemendum. Hlaðvarp er heiti yfir útvarpsþætti sem gefnir eru út á netinu. Fyrir kennara og nemendur mælti Bjössi helst með forritunum Garrage band sem er tónlistarforrit og upptökuforritinu Anchor .
Hann lagði áherslu á að kennarar búi til nokkra þætti sjálfir í hlaðvarpi og sýni nemendum nokkur valin hlaðvörp og þá að fá nemendur til að finna hlaðvörp með eign áhugasviðum og hlusta á þau áður en hafist er handa.
Þá þarf að kenna nemendum að setja upp efnistökin á efninu sem þeir ætla að fjalla um - þ.e. það þaðrf að velja vandlega viðfangsefnim það þarf að huga að uppbyggingu samtalsins/upplestrarins og þá að fara yfir almenn efnistök. það þarf að hafa kyningu á efninu, fjalla um efnið og taka saman niðurstöður. Það þarf að velja bakgrunnshljóð vandlega til þess að stemmingin í þættinum sé áhugaverð. Þá er oft sett forsíðumynd á hlaðvörpin og það þarf að velja hana í samræmi við efnistök. Þegar búið er að vinna þáttinn sem ætti ekki að vera lengri en 10 mínútur þá þarf að gefa hann út. Nemendur ættu að klippa þáttinn sinn til og jafnvel setja stef inn á milli í samtalinu til þess að brjóta það upp. Þá væri gaman ef nemendur byggju til sitt eigið stef en ekki fara einföldu leiðina og velja það sem er til í forritinu. Þetta eykur hæfni nemandanas. Þá þarf að spá í hlóðnema en til eru hljóðnemar sem eru usb tengdir og hægt að tengja í síma eða ipad. En þar skiptir máli hvernig þeir eru notaðir - þá skiptir rýmið miklu máli þar þarf að vera góð hljóðvist og gott næði.
Bjössi benti á að það væri gaman að gera hlaðvarp með nemendum um ákv. efni og þeir tækju símaviðtal við viðkomandi - þannig er oft hægt að fá sérfræðinga í viðtal frekar en að hitta þá augliti til auglitis.
Einnig benti Bjössi á að það væri nauðsynlegt að nemendur æfðu sig á að tala inn á tækin og hlusta á sig - þannig gætu þeir vanist eigin rödd og fundið út hvernig hún hljómar best.
Þar eru nokkri möguleikar fyrir skóla að vinna með lokafurðina. Það væri hægt að gera grein fyrir þættinum á Flipgrid en það er lokuð rás (forrit) sem einungis þeir sem hafa aðgangsorð komast inn á og hentar því skólum vel. Þá er einnig hægt að hlaða þáttunum inn á Soundcloud og búa þar til rás fyrir skólann eða að nemendur búi til sinn eigin aðgang og deili með samnemendum á lokuðum síðum skólans. En ef þetta er gert þá þarf að hafa persónuverndarsjónarmið til hliðsjónar. Ef Anchor er notað sem upptökuforrit þá er auðvelt að streyma því á Spotify þar sem Spotify á það app.
Á þessari vinnustofu var okkur sjálfum síðan hent út fyrir þægindaboxið og látin gera stutt hlaðvarp. Við lentum í vandræðum vegna þess að nettengingar í skólanum voru ekki góðar erfitt að komast á netið - Við Ragnheiður Líney bjuggum til 1 mín þátt þar sem ekki var kannski alveg farið eftir reglunum sem Bjössi kenndi okkur en við voru bara brattar með okkur
Hlusta má á þáttinn hér https://anchor.fm/ragnheiu00f0ur-lu00edney-pu00e1lsdu00f3ttir?fbclid=IwAR1YE1LAcQbegjgREXkzVaBtvScDpwwPv_bl96DgP5y9DNr3dP4xVZdHBDg
Bjössi fór yfir helstu þætti þess að búa til hlaðvarp (airplay) og hvað og hvernig er best að byrja með nemendum. Hlaðvarp er heiti yfir útvarpsþætti sem gefnir eru út á netinu. Fyrir kennara og nemendur mælti Bjössi helst með forritunum Garrage band sem er tónlistarforrit og upptökuforritinu Anchor .
Hann lagði áherslu á að kennarar búi til nokkra þætti sjálfir í hlaðvarpi og sýni nemendum nokkur valin hlaðvörp og þá að fá nemendur til að finna hlaðvörp með eign áhugasviðum og hlusta á þau áður en hafist er handa.
Þá þarf að kenna nemendum að setja upp efnistökin á efninu sem þeir ætla að fjalla um - þ.e. það þaðrf að velja vandlega viðfangsefnim það þarf að huga að uppbyggingu samtalsins/upplestrarins og þá að fara yfir almenn efnistök. það þarf að hafa kyningu á efninu, fjalla um efnið og taka saman niðurstöður. Það þarf að velja bakgrunnshljóð vandlega til þess að stemmingin í þættinum sé áhugaverð. Þá er oft sett forsíðumynd á hlaðvörpin og það þarf að velja hana í samræmi við efnistök. Þegar búið er að vinna þáttinn sem ætti ekki að vera lengri en 10 mínútur þá þarf að gefa hann út. Nemendur ættu að klippa þáttinn sinn til og jafnvel setja stef inn á milli í samtalinu til þess að brjóta það upp. Þá væri gaman ef nemendur byggju til sitt eigið stef en ekki fara einföldu leiðina og velja það sem er til í forritinu. Þetta eykur hæfni nemandanas. Þá þarf að spá í hlóðnema en til eru hljóðnemar sem eru usb tengdir og hægt að tengja í síma eða ipad. En þar skiptir máli hvernig þeir eru notaðir - þá skiptir rýmið miklu máli þar þarf að vera góð hljóðvist og gott næði.
Bjössi benti á að það væri gaman að gera hlaðvarp með nemendum um ákv. efni og þeir tækju símaviðtal við viðkomandi - þannig er oft hægt að fá sérfræðinga í viðtal frekar en að hitta þá augliti til auglitis.
Einnig benti Bjössi á að það væri nauðsynlegt að nemendur æfðu sig á að tala inn á tækin og hlusta á sig - þannig gætu þeir vanist eigin rödd og fundið út hvernig hún hljómar best.
Þar eru nokkri möguleikar fyrir skóla að vinna með lokafurðina. Það væri hægt að gera grein fyrir þættinum á Flipgrid en það er lokuð rás (forrit) sem einungis þeir sem hafa aðgangsorð komast inn á og hentar því skólum vel. Þá er einnig hægt að hlaða þáttunum inn á Soundcloud og búa þar til rás fyrir skólann eða að nemendur búi til sinn eigin aðgang og deili með samnemendum á lokuðum síðum skólans. En ef þetta er gert þá þarf að hafa persónuverndarsjónarmið til hliðsjónar. Ef Anchor er notað sem upptökuforrit þá er auðvelt að streyma því á Spotify þar sem Spotify á það app.
Á þessari vinnustofu var okkur sjálfum síðan hent út fyrir þægindaboxið og látin gera stutt hlaðvarp. Við lentum í vandræðum vegna þess að nettengingar í skólanum voru ekki góðar erfitt að komast á netið - Við Ragnheiður Líney bjuggum til 1 mín þátt þar sem ekki var kannski alveg farið eftir reglunum sem Bjössi kenndi okkur en við voru bara brattar með okkur
Hlusta má á þáttinn hér https://anchor.fm/ragnheiu00f0ur-lu00edney-pu00e1lsdu00f3ttir?fbclid=IwAR1YE1LAcQbegjgREXkzVaBtvScDpwwPv_bl96DgP5y9DNr3dP4xVZdHBDg
Ummæli