Utís 2019 - Inngangsfyrirlestur Jeffrey Heil - School People
Þá er maður kominn endurnærður af ráðstefnunni Utís 2019 sem haldin var á Sauðárkróki 7.-9. nóvember sl. Á ráðstefnunnið voru kanónur sem voru með fyrirlestra og umræðuhópa og kennslu í upplýsingatækni. Hægt var að velja um ákv. fyrirlestra en einnig var inngangsfyrirlestur sem Jeffrey Heil frá San Diego í Cliforniu hélt.
Jeff hefur verið kennari í yfir 20 ár. Hann hefur starfað sem bekkjarkennari í kennslustofunni, kennsluþjálfari í tækni, aðjúnkt prófessor í menntun og Google-kennari og unnið að nýsköpun. Á þessum tíma hefur hann haldið áfram að vera talsmaður allra nemenda, sérstaklega þeirra sem venjulega eru útskúfaðir (,,dropout") af bandarísku menntastofnuninni. Hann lítur á sambönd sem kjarna menntunar og leitast við að sýna öllum kennurum merkilegar leiðir til að fella tækni í námskrá sína til að magna nám nemenda en missir ekki sjónar á mikilvægi þess að sjá hvern nemanda sem einstaka og mikilvæga meðlim í kennslustofu eða skóla.
Jeff kallaði fyrirlestur sinn School People og vísaði í samtal sem hann átti við móður sína þegar hann var að velta fyrir sér námi frænda síns en hann var ,,dropout" þ.e. hætti í skóla. Hennar viðbrögð voru: ,, Jeffrey, you know, in our family we are not school people".
Í erindi sínu fjallaði hann um m.a.
Myndin er frá twittersíðu Jeffrey |
Jeff hefur verið kennari í yfir 20 ár. Hann hefur starfað sem bekkjarkennari í kennslustofunni, kennsluþjálfari í tækni, aðjúnkt prófessor í menntun og Google-kennari og unnið að nýsköpun. Á þessum tíma hefur hann haldið áfram að vera talsmaður allra nemenda, sérstaklega þeirra sem venjulega eru útskúfaðir (,,dropout") af bandarísku menntastofnuninni. Hann lítur á sambönd sem kjarna menntunar og leitast við að sýna öllum kennurum merkilegar leiðir til að fella tækni í námskrá sína til að magna nám nemenda en missir ekki sjónar á mikilvægi þess að sjá hvern nemanda sem einstaka og mikilvæga meðlim í kennslustofu eða skóla.
Jeff kallaði fyrirlestur sinn School People og vísaði í samtal sem hann átti við móður sína þegar hann var að velta fyrir sér námi frænda síns en hann var ,,dropout" þ.e. hætti í skóla. Hennar viðbrögð voru: ,, Jeffrey, you know, in our family we are not school people".
Í erindi sínu fjallaði hann um m.a.
Ef hvert barn er nemandi, hvers vegna ná sumir nemendur
árangri í skólanum á meðan aðrir gera það ekki? Hvað veldur því að
fyrirsjáanlegt er hvað tekst og bregst í skólum okkar? Er hugsanlegt að stór
gögn, aðskilin frá raunverulegum nemendum, gætu raunverulega stuðlað að
fyrirsjáanleika vandans? Sérhver kennari hefur vald til að raska þessu mynstri
með því að þróa sambönd, nýstárlega notkun tækni til að nýta tækifæri til að
læra og meðvitund um að það er barn á bak við hvern gagnapunkt. Við getum gert
þetta! Á 45-60 mínútum munum við reyna að umbreyta vandamálinu og bjóða upp á
mögulegar lausnir byggðar á kennslustofum okkar og nemendum okkar.
Hann ræddi einnig af hverju er maður í kennslu? Breytast nemendur eða breytist ég sem kennari? Hann benti einnig á að öll börn eru nemendur jafnvel þó svo að þau eigi ekki kost á skólagöngu eða það komi ekki fram í skólagöngu barnsins. Hvernig lítur námið út? Hvað er verið að kenna? Hann nefndi einnig að nám sem er oftast boðið upp á í skólanum þ.e. bóknám og staðreyndalærdómur hentar ekki öllum. Börn vilja læra en ekki bara í skólanum - þau læra líka utan skólans. Þau viða að sér efninu og tíminn í að læra getur oft farið í að endurtaka aftur og aftur með hjálp tækninnar t.d. þegar að nemendur horfa á youtube-myndbönd og vilja læra ákveðna dansa eða að gera við mótórhjólið sitt.
Það sem við gleymum oft er að gefa nemendum tíma. Það eru til mismunandi leiðir til að læra - yfirleitt er ströggl fyrst - en það er mismunandi langur ferill en þegar strögglinu er lokið er þá kemur lærdómsferlið sem endar oftast í því að nemendur bæta endalaust við sig. En við verðum að muna að strögglið er nauðsynlegur hluti ferlisins og ef nemendur komast ekki út úr strögglinu verðaþau oft ,,dropout" nemendur - gefast upp. Við verðum að muna eftir að gefa slíkum nemendum tíma til þes að læra og fara í gegnum lærdómsferlið. Eitt af því sem kennarar þurfa að muna er að gera nám ekki að keppni. Kennarar þurfa að skoða og spyrja sig hver er tilgangur menntunnar? Þeir þurfa einnig að spyrja sig hvernig kennari viltu vera ?
Þessi fyrirlestur vakti mann til umhugsunar um skólakerfið á Íslandi og hvaða félagslega stöðu nemendur hafa í samfélaginu? Hvernig er fjölskyldugerð þeirra og frá hvers konar umhverfi koma nemendur - hver er bakgrunnurinn? Þessum spurningum þarf að velta vel fyrir sér og kannski ekki til neitt einfalt svar við þeim.
Hann ræddi einnig af hverju er maður í kennslu? Breytast nemendur eða breytist ég sem kennari? Hann benti einnig á að öll börn eru nemendur jafnvel þó svo að þau eigi ekki kost á skólagöngu eða það komi ekki fram í skólagöngu barnsins. Hvernig lítur námið út? Hvað er verið að kenna? Hann nefndi einnig að nám sem er oftast boðið upp á í skólanum þ.e. bóknám og staðreyndalærdómur hentar ekki öllum. Börn vilja læra en ekki bara í skólanum - þau læra líka utan skólans. Þau viða að sér efninu og tíminn í að læra getur oft farið í að endurtaka aftur og aftur með hjálp tækninnar t.d. þegar að nemendur horfa á youtube-myndbönd og vilja læra ákveðna dansa eða að gera við mótórhjólið sitt.
Það sem við gleymum oft er að gefa nemendum tíma. Það eru til mismunandi leiðir til að læra - yfirleitt er ströggl fyrst - en það er mismunandi langur ferill en þegar strögglinu er lokið er þá kemur lærdómsferlið sem endar oftast í því að nemendur bæta endalaust við sig. En við verðum að muna að strögglið er nauðsynlegur hluti ferlisins og ef nemendur komast ekki út úr strögglinu verðaþau oft ,,dropout" nemendur - gefast upp. Við verðum að muna eftir að gefa slíkum nemendum tíma til þes að læra og fara í gegnum lærdómsferlið. Eitt af því sem kennarar þurfa að muna er að gera nám ekki að keppni. Kennarar þurfa að skoða og spyrja sig hver er tilgangur menntunnar? Þeir þurfa einnig að spyrja sig hvernig kennari viltu vera ?
Þessi fyrirlestur vakti mann til umhugsunar um skólakerfið á Íslandi og hvaða félagslega stöðu nemendur hafa í samfélaginu? Hvernig er fjölskyldugerð þeirra og frá hvers konar umhverfi koma nemendur - hver er bakgrunnurinn? Þessum spurningum þarf að velta vel fyrir sér og kannski ekki til neitt einfalt svar við þeim.
Ummæli