Utís 2019 - Menntabúðir - Google-suite í skólastarfi kynnt af Kristni Sverrissyni

Goggle-suite í skólastarfi.


Kristinn Sverrisson kennari í Kópavogi hélt fyrirlestur um Google í skólastarfi. Hann fór yfir hvernig hann hefur þróað að nota Classroomið í sínu starfi þar sem hann setur afar skipulega upp kennsluna hjá sér í stærðfræði. Hann hefur öll verkefni skönnuð inn á classroom-inu. Nemendur hans skila inn verkefnum á afar mismunandi hátt bæði skriflega og á myndböndum. Hann hefur einnig þróað það að setja inn eigin útskýringar á dæmum sem nemendur þurfa aðstoð við og er að þróa sína eigin vendikennslu. Hann hefur einnig fengið nemendur til þess að setja inn eigin kennslumyndbönd með skýringum á því hvernig dæmin/verkefnin eru unnin. Hann gefur síðan umsögn við hvern og einn þátt sem hann setur inn. Þarna sá ég marga sniðuga möguleika hjá honum þar sem að ég er rétt að byrja að nota classroomið í eigin kennslu.



Þá var afar góð hugmynd sem hann sýndi okkur en hann er umsjónarkennari á unglingastigi og sér ekki sína nemendur á hverjum degi. Hann bjó því til sérhóp fyrir umsjónarbekkinn sinn í Classroom-inu þar sem hann setur inn öll gögn sem tilheyra bekknum t.d. matseðill, tilkynningar, upplýsingar um ferðir og þess háttar efni. Þá hafa allir aðgengi að upplýsingunum hvar og hvernær sem er. 

Þá ræddi hann líka að það hefði verið gott í sínum skóla að búa til sameiginlegt drif á G-suite fyrir starfsfólkið. Það hafa allir starfsmenn aðgang að því og þar eru geymd verkefni og pdf-bækur og annað sem kennarar í skólanum nota sameiginlega. Þetta er eitthvað sem við í Bláskógaskóla þurfum að skoða betur og gæti gagnast okkur. 

Á þessari vinnustofu varð skemmtilegt spjall um hvernig mætti nota Google í skólastarfi en þetta var sú vinnustofa sem gagnaðist mér einna best á Utís þetta árið. 



Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky