Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum.
Fyrsta skriflega verkefnið mitt í vetur var að skrifa um trúverðugleika í eiginlegum rannsóknum í kúrsinum, Aðferðafærði og menntarannsóknir 61.00.01-H07. Þetta verkefni var unnið undlir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur prófersors í KHÍ.
Trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum.
Trúverðugleiki (e.trustworthiness) er eitt einkenni eigindlegra rannsókna. Hugtakið er afar mikilvægt vegna þess að þeir sem vilja nýta rannsóknina þurfa að vera vissir um að hún hafi verið gerð skv. almennum siðareglum í vísindastarfi. ,,Þeir þurfa að geta metið trúverðugleika og notagildi niðurstaðanna. Því er trúverðugleiki er almennt staðfestur (sannaður) með því að nota ýmiss gagnasöfn og/eða aðferð við úrvinnslu gagna”. (Leydens og fl., 2004) en kröfurnar verða líka að vera fyrir hendi, því að hugtakið trúverðugleiki í eigindlegum rannsóknum má skilgreina sem þær kröfur sem gerðar eru til rannsakenda við vinnu þeirra, þannig að mark verði takandi á niðurstöðunum. Þessar kröfur þurfa að auðvelda utanaðkomandi aðilum að rekja eða skýra þá þætti sem leitt hafa til þeirrar túlkunar sem sett er fram að rannsókn lokinni. ,,Til að auka trúverðugleika þurfa rannsakendur að geta sýnt fram á að við rannsóknina hafi verið notaðar aðferðir sem eru endurtakalegar og samræmdar.(Ary og fl., 2006)” ,,Árið 1997 benti Morse á að kenningar eigindlegra rannsókna eru trúverðugar þegar ítarlegar og traustar niðurstöður eru birtar á skiljanlega máta út frá reynslu þátttakenda á sviði rannsóknarinnar”. (Handbók, 2003, bls. 257) Þetta má segja að sé hin fræðilega merking um trúverðugleika en íslenska orðabókin segir um það að vera trúverðugur: ,,Trúverðugur l, traustur, áreiðanlegur, sem trúa má á, sannsögull, sennilegur.” (Árni Böðvarsson, 1979, bls.734) Hugtakið er því ekki notað á mjög ólíkan máta í fræðilegri merkingu og almennri merkingu, í fræðimennskunni þarf rannsakandinn að vera viss um að frumgögnin og úrvinnslan séu frambærileg/trúverðug en í almennri merkinu þarf tæplega að sanna að eitthvað sé trúverðugt í almennri samræðu, heldur tekur maður einhvern trúanlegan, trúir því sem viðkomandi segir. Lesandi rannsóknar þarf líka að trúa því sem stendur í rannsókninni. En til þess að geta nýtt sér hugtakið í rannsóknum þarf rannsakandinn að vera viss um að gagnagreiningin og niðurstöðurnar séu trúverðugar, að þemu og mynstur í gögnunum séu nákvæm, líkleg og sannfærandi. Rannsakandinn þarf einnig að gera grein fyrir aðferðum sem hann notar og greina frá takmörkunum er einhverjar eru. Í rannsóknum á kennslu og uppeldi er nauðsynlegt að vera með góðan undirbúning, nákvæmni í lýsingum á framvindu og tilhögum rannsóknar. Passa þarf að allt rannsóknarferlið beri virðingu fyrir þeim sem rannsóknin beinist að. Ef þetta er ekki gert af umhyggju, natni og vandvirkni þá er betra heima setið en af stað farið. Ef rannsaka á nemendur, börn, þarf að hafa nokkur atriði í huga. Barnið getur ekki yfirfært hugtök og aðgerðir á sama hátt og fullorðnir, því þurfa þau nákvæmar útskýringar. Huga þarf að því hver tengsl rannsakanda og barnsins er, því ef traust hefur verið byggt upp milli þessara aðila eykst trúverðugleiki rannsóknarinnar.
Agla Snorradóttir
Verkefni1 (GK)
Framhaldsdeild H-2007
Heimildaskrá:
Árni Böðvarsson. (ritstýrði) (1979). Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi.
(6.prentun). Reykjavík:1979. Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Ary, D., Jacobs, L.C., Razavih, A. og Sorensen, C. (2006). Introduction to research in
education. (7. útg.). Australia: Thomson Wadsworth.
Leydens, Jon A.,Moskal, Barbara M., Pavelich, Michael. (2004). Qualitative methods used in the assessment of engineering education. Journal of Engineering Education, Washington: Jan 2004. Vol. 93(1), pg. 65. Sótt 02.09.2007 af
http://proquest.umi.com/
Sigríður Halldórsdóttir (2003) Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. bls.257. Kristján
Kristjánsson og Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.) 2003. Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum. (1.útg.) Akureyri: Háskólinn á Akureyri.
Ummæli