Rigning! Athyglisbrestur? Lestur og verkefnavinna.
Jæja, þá er ég búin að skila af mér tveimur verkefnum í aðferaðrfæðinni og er nú að glíma við lestur á félagsfræðikenningum, allt lesefni á ensku og ég sit og glósa og glósa, hugurinn reikar hvað eftir annað í aðrar áttir, erfitt að halda einbeitingu þegar manni finnst maður ekki skilja neitt í þessu en eftir 3ja tíma glósun á fimm blaðsíðum af 51, er aðeins að byrja að rofa til. Sé fram á að vera alla daga og öll kvöld í náminu ef svo heldur fram sem horfir. Eitt skiptið þegar ég datt út hugsaði ég til nemenda minna sem horfðu bara út um gluggann, höfðu engan áhuga á efninu og vildu vera að gera eitthvað annað, eitthvað sem þeir skildu. Í ljósi þessa held ég að kennara hafi gott af því að fara í spor nemenda sinna og upplifa þessa tilfinningu, skilja þá betur nemendurna og reka þá ekki til að einbeita sér að efninu í staðinn fyrir að horfa út um gluggann !!! en það hef ég staðið mig að í morgunn, því hér er líka verið að vinna utandyra, verið að rippa klöpp, keyra skít á vörubílum. Ég að fylgjast með því, svo er rigning og rokhviður og ég þarf að horfa á það aðeins !!! - hugsa um hvað ég á nú gott að vera heima og þurfa ekki að fara út í þetta veður, hugsa um það hvað það er gott að sitja heima og lesa en vera samt að horfa út um gluggann !!!. Skildi maður vera með snert af athyglisbresti, þarf maður þá ekki að fara í greiningu eins og allt gengur út á í dag ef maður fylgir ekki normunum !!!
Jæja, læt þetta duga að sinni,
Góðar stundir.
Ummæli
Baráttukveðjur
Villa