Utís 2019 - Copy/Paste - Jesse Lubinsky

Lagalistinn á Spotify
  Jesse Lubinsky fjallaði um hvað er nýsköpun í skólastarfi og hvað er ,,endurmix" á því sem hefur verið gert áður. Nýsköpun er tískuorð sem oft er notað af kennurum en vitum við raunverulega hvað nýsköpun er og hvernig á að bera kennsl á hana? Kemur nýsköpun alltaf fram með snöggum snilldarbrotum eða gæti hún borist með langri endurskoðun og hægum opinberunum? Gæti trú okkar á nýsköpun skýrt getu okkar til að þekkja hana hjá nemendum okkar? Við munum kanna nýsköpun, hlutdrægni kennara og skynjun almennings á raunverulegu eðli árangurs í námi og deila nokkrum hugmyndum um hvernig eigi að skapa áhrifamiklar breytingar innan okkar skóla.

Jesse fór í gegnum lagalista sem hann var búinn að setja upp og bað okkur að velta fyrir okkur í hverju nýsköpunin fælist þegar að þekkja má stef og laglínur í lögum sem hafa verið vinsæl en bara á mismunandi tímum. Hægt er að hlusta á lagalistann á Spotify og eru sum lögin sláandi lík ef grant er hlutað. 

Jesse skildi mig eftir með spurninguna: Að taka eitthvað nýtt og endurmixa það aftur er það nýtt eða ????? 

Skemmtileg spurning til að velta fyrir sér þegar maður er að þróa áfram Nýsköpunaráfanga í skólanum. Hvað erum við að gera og hvert erum við að stefna með slíku námi nemenda? Hvað þarf að liggja til grundvallar og hvernig kynnum við nemendum þetta hugtak nýsköpun? 


Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky