Vor í lofti, sumarið rétt ókomið
Þessi kálfur fæddist fyrir nokkru, hann minnir okkur hér í sveitinni á að sumarið er í nánd. Svo er kisan komin að goti, þannig að það er allt að lifna við dýrin og plönturnar. En brumin á trjánum eru alveg við það að springa út. Regnið síðustu daga hefur skipt sköpum og það er farið að sjá í nálina á túnunum. Annars sit ég hér við tölvuna og var að ljúka við síðasta verkið mitt í Kennó-kúsinum sem ég er í. En það var að setja stuttmyndina mína á dvd-disk. Þessi kúrs sem ég er að ljúka núna er búinn að vera mjög skemmtilegur og mikil vinna farið í hann. Hægt er að skoða það sem ég hef verið að vinna. Núna er ég að hugsa um það hvað ég ætti að taka næsta vetur, en ég er svo heppin að fá námsleyfi næsta vetur. Þannig að nú verð ég bara í skruddunum og hlakka óskaplega til. Ég er að ljúka 23ja vetrinum mínum í kennslu og kveðja 10.bekkinn minn. Þetta eru því góð tímamót til að hressa upp á kunnáttuna og hlaða batteríin fyrir næstu, tja 23 ár !!! En það eru nákvæmlega 23 vetur í það að é...