Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2007

Vor í lofti, sumarið rétt ókomið

Mynd
Þessi kálfur fæddist fyrir nokkru, hann minnir okkur hér í sveitinni á að sumarið er í nánd. Svo er kisan komin að goti, þannig að það er allt að lifna við dýrin og plönturnar. En brumin á trjánum eru alveg við það að springa út. Regnið síðustu daga hefur skipt sköpum og það er farið að sjá í nálina á túnunum. Annars sit ég hér við tölvuna og var að ljúka við síðasta verkið mitt í Kennó-kúsinum sem ég er í. En það var að setja stuttmyndina mína á dvd-disk. Þessi kúrs sem ég er að ljúka núna er búinn að vera mjög skemmtilegur og mikil vinna farið í hann. Hægt er að skoða það sem ég hef verið að vinna. Núna er ég að hugsa um það hvað ég ætti að taka næsta vetur, en ég er svo heppin að fá námsleyfi næsta vetur. Þannig að nú verð ég bara í skruddunum og hlakka óskaplega til. Ég er að ljúka 23ja vetrinum mínum í kennslu og kveðja 10.bekkinn minn. Þetta eru því góð tímamót til að hressa upp á kunnáttuna og hlaða batteríin fyrir næstu, tja 23 ár !!! En það eru nákvæmlega 23 vetur í það að é...

Endalaust vesen...

Mynd
(Kotslækur) Jæja þá er páskafríið búið, það er að segja fríið frá daglegri vinnu, en allt páskafríið fór í að læra fyrir námið í Kennó en ég er búin að lenda í ýmsum ævintýrum með það. Eitt af verkefnunum er að gera stuttmynd og gildi hún 20% af námskeiðinu. Ég er ekki búin með verkefnið og þori ekkert að segja um það enn NEMA fyrst ákvað ég að gera mynd um æfingarnar hjá Barna- og Kammerkórnum hér í sveit en hætti við það verkefni, ég var ekki ánægð með það og fannst það koma illa út, var búin að nota fullt af klukkustundum í það. Þar fyrir utan gat ég ekki notið leiðbeininga kennara míns í Kennó vegna þess að ég hafði vistað efnið mitt vitlaust á minnislykilinn, bara svekkt og allt það ................................ (Fremri Startjörn) Ok, ákvað að taka annað verkefni - er líka háð því að fá lánaða kvimyndatökuvél - en ok, föstudaginn langa í góðu veðri rétt um kl. 8 dríf ég húsbóndan á lappir með mér og við förum í 4ra klukkutíma gönguferð um hagana hjá okkur og tökum ljósmyndir ...