Endalaust vesen...

(Kotslækur)

Jæja þá er páskafríið búið, það er að segja fríið frá daglegri vinnu, en allt páskafríið fór í að læra fyrir námið í Kennó en ég er búin að lenda í ýmsum ævintýrum með það.

Eitt af verkefnunum er að gera stuttmynd og gildi hún 20% af námskeiðinu. Ég er ekki búin með verkefnið og þori ekkert að segja um það enn NEMA fyrst ákvað ég að gera mynd um æfingarnar hjá Barna- og Kammerkórnum hér í sveit en hætti við það verkefni, ég var ekki ánægð með það og fannst það koma illa út, var búin að nota fullt af klukkustundum í það. Þar fyrir utan gat ég ekki notið leiðbeininga kennara míns í Kennó vegna þess að ég hafði vistað efnið mitt vitlaust á minnislykilinn, bara svekkt og allt það ................................

(Fremri Startjörn)
Ok, ákvað að taka annað verkefni - er líka háð því að fá lánaða kvimyndatökuvél - en ok, föstudaginn langa í góðu veðri rétt um kl. 8 dríf ég húsbóndan á lappir með mér og við förum í 4ra klukkutíma gönguferð um hagana hjá okkur og tökum ljósmyndir fyrir vefinn sem ég er líka að gera en það er 40% verkefni og kvikmyndaskot fyrir myndina af örnefnum í landi Vegatungu. Við glöð með okkur, veðrið gott og bjart en frekar kalt. Komum heim eftir hádegi og gerði ekki meira í þessu verkefni þann daginn.
Jæja, næsta dag þegar að ég hleð nú tökunum inn þá koma bara 60 sekúndur af klukkustundartökum. Ég frekar svekkt en jæja hef náttúrulega stillt vélina vitlaust og kann ekkert á svona tæki. Slíkar hugsanir fóru um kollinni, spýtt í lófana og fór aftur út og tók fleiri skot. Lá lengi yfir þresti sem var að kroppa í jörðina, skellti mér niður að læk og náði fínum skotum þar, bara glöð með mig. Eftir 2 tveggja klukkustunda útiveru og spekulasjónir með tökur, birtu og slíkt, var ég bara glöð með mig. Fer inn og nú skal sko tekið á því en.... nú var allt röndótt svartar rendur og bíddu hvað svo...... frekar niðurbrotin...Skildi ekkert í þessu, hringdi í samkennara minn sem kann vel á vélina og spurði ráða, helsta niðurstaðan var sú að spólan sem ég notaði var bara! ónýt. Jæja, einn ganginn enn fór ég út að taka skot, gekk sæmilega fannst ég ekki ná eins góðum skotum en náði þó bæði þresti og rjúpum. Viti menn nú virkaði spólan og náði að setja þetta inn í tölvuna og er búin að vera að klippa þetta til er komin niður í rúmar 2 mínútur og er bara þokkalega sátt. Ég held bara að ég sé orðin svo kvekkt á þessu að mér finnist ekkert gott hjá mér í þessu verkefni. En nú á ég bara! eftir að velja endanlega tónlistina við verkið, er að máta nokkur lög sem ég hef valið og slíkt. Hvernig þetta endar allt er nú bara spennandi úr þessu. Ég hef þó næstu helgi til að taka meira upp og liggja yfir þessu ef ég klúðra þessu einu sinni enn......

(Rjómabúsfoss)
En til þess að vera nú smá Pollýanna, þá var nú þessi ferð um hagana hjá okkur ákaflega skemmtileg.
Svo hef ég líka verið að vinna mikið í öðru verkefni sem er afar skemmtilegt. Það er gerð vefs fyrir bæinn minn. Ég er búin, síðan ég ákvað að gera þetta, að sanka að mér heimildum, myndum og slíku en komin með nokkuð gott efni og búin að setja inn. Setti fjölskyldu mannsins í að finna gamlar myndir og var svona að spyrjast fyrir um það sem við hjónin vissum ekki. Og viti menn margir af þessum eldri voru svo glaðir að við værum að grúska í þessu að við erum búin að fá nokkuð af upplýsingum, símtölum og slíku en þetta gengur frekar hægt að koma efninu hingað og ég að gefa mér tíma til að heimsækja þau öll og skrá niður og slíkt. En eitthvað ef efninu er að koma þessa dagana í viðbót svo það kemst inn fyrir lokaskil en það er ljóst að eitthvað af efni er til í viðbót, hvort það á heima á vefnum kemur í ljós en engu síður er gaman að eiga þessar upplýsingar amk á blaði.

Svona í framhaldi af þessu hef ég oft undrast þá umræðu í Kennó að nemendur skili ekki tilteknun tíma fyrir hverja einingu sem þeir skila, ég er nú búin að taka 5 kúrsa í framhaldnáminu í Kennó undanfarið og hef aldrei verið undir þeim tímamörkum sem á að vera bakvið hverja einingu. En kannski eru sumir svona lunknir í þessu en ekki hún ég, þetta er svo skemmtilegt, jafnvel þó að maður lendi í "kvikmyndaógöngum" en þær urðu þó til þess að ég fékk súrefni og var ekki bara í tölvunni að vinna....................

Jæja læt þetta duga að sinni.
Góðar stundir.







Ummæli

Nafnlaus sagði…
Blessuð Agla,
Það er nóg auðvelt að verða brjáluð yfir tæknin. Ég er ekki mikið þolinmóð. En það er gaman ef það virkar og gengur vel. Gangi þig vel í náminu.
Kv Eva á Tjörn

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky