Óvænt reynsla
Það er ýmislegt sem getur komið fyrir mann, ég var sem oftar á leiðinni til Reykjavíkur á miðvikudagsmorgunn. Allt gekk að óskum þar til ég kem að brekkunni niður að Litlu kaffistofunni, þá heyri ég skyndilega að eitthvað er að gerast með Citroen, óþekkt hljóð og svo allt í einu smellur og rýkur úr bílnum. Ég stoppa og "hleyp"- það stóð í blaðinu - út til að gá hvað er að, sé að það rýkur úr bílnum, hringi í manninn minn og segir hvað er að, á meðan ég fer aftur nær bílnum og þá er dóttir mín sem var hálfsofandi í bílnum komin út og búin að taka dótið okkar, bíllinn orðinn fullur af reyk og vegfarandi, sem sennilega bjargaði lífi hennar og mín, öskrandi á okkur að koma okkur í burtu því það sé kviknaði í, undir bílnum. Þegar við "hlaupum" frá bílnum gýs upp eldur og tvær sprenginar heyrast og bíllinn brennur til kaldra kola. Okkur mæðgurnar sakaði ekki líkamlega en erum enn að vinna úr sjokkinu. Lögreglan kom fljótt á staðinn og stóð sig vel, en mér fannst heil eilí...