Allt að gerast !!!!!!



Þá er komið að lokum þessa skólaárs. Það hefur um margt verið skemmtilegt, gaman að vera með bekknum mínum en eins og ég hef áður sagt þá er þau frábærust af öllum. Dæmi um það er að ég og námsráðgjafinn í skólanum fórum til Reykjavíkur í starfskynningu með bekkinn, við fórum á neyðarlínuna, á sjómælingarnar, til landhelgisgæslunnar og í Borgarleikhúsið. Mikið ævintýri alls staðar en þegar við erum að yfirgefa Borgarleikhúsið talar starfsmaðurinn þar um það hversu kurteis og prúðmannleg framkoma nemendanna var, hóparnir á undan okkur höfðu víst verið ansi erfiðir. Hún endaði heimsókina okkar með góðri umsögn og bauð svo öllum bekknum á leiksýningu næsta vetur. Þetta hef ég aldrei upplifað áður með nemendum mínum en í 23 ár hef ég farið í hinar ýmsu ferðir með nemendum, svo þarna sannfærðist ég um að þau er BEST. Ég veit að ég mun sakna þeirra næsta vetur en jafnframt óska ég þeim alls hins besta í framtíðinni.
En næsti vetur verður líka spennandi hjá mér, ég fer í námsleyfi og verð áfram í Kennó, hlakka ofboðlega til að geta einbeitt mér að eigin hugðarefnum, hitta samnemendur mína og nýtt fólk sem er að vinna af áhuga í sínu námi. En nú bíður sumarið eftir mér og garðurinn minn og sitthvað fleira sem stendur til í Vegatungu, allt svo spennandi. Góðar stundir að sinni.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky