Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2008

Gleðilega hátið

Mynd
Komið þið sæl öll. Það hefur lítið verið bloggað hér undanfarið. Skólinn og önnur verkefni hafa tekið sinn tíma sem og glepur annað t.d. er ég nýbúin að skrá mig á facebook en þar er nú bara spjallrás en það er gaman að ,,hitta" gamla félaga og spjalla. Svo hef ég verið að æfa mig í joomla umhverfinu og farið á námskeið í því. Ég setti upp heimasíðu fyrir okkur hér í Vegatungu í því kerfi. Þetta er skemmtileg vinna en svolítið tímafrek þegar maður kann ekki mikið. En þetta stendur nú allt til bóta, síðan er http://www.vegatunga.com/ ef þið hafið áhuga á að kíkja á þessa frumraun mína. Að lokum óska ég ykkur gleðilegrar hátiðar og hlakka til að heyra frá ykkur.

Markaðssetning grunnskóla

Sérhæfing fámennra grunnskóla og möguleikar á markaðssetningu náms Ritgerð á námskeiðinu Markaðsetning fræðslutilboða fyrir fullorðna (MEN087F) í framhaldsdeild Menntavísindasviðs HÍ Höf. Agla Snorradóttir Vegatungu Bláskógabyggð Inngangur Er hægt að gera nám í grunnskóla markaðshæft? Hvað þarf til? Og hvers vegna ætti að þurfa að markaðssetja grunnskóla? Hvernig er best fyrir grunnskóla að markaðssetja sig? Þessar og álíka spurningar urðu til þegar að ég sótti námskeið um markaðssetningu fræðslu í framhaldsdeild á Menntavísindasviði HÍ. Innblástur við lestur í veftímaritinu Netlu; grein Valgerðar Gunnarssdóttir sem heitir Fámennir framhaldsskólar – stað þeirra og framtíðarhorfur varð til þess að ég fór að huga að grunnskólanum og stöðu hans í markaðssetningunni. (sjá;Valgerður Gunnarsdóttir,2002) Í greininni ræðir Valgerður um fámenna framhaldsskóla og möguleika þeirra til markaðssetningar. Út frá hennar pælingum hugsaði ég hvort að eitthvað af þessu og kannski eitthvað til viðbót...