Í dag fengum við frábæra umfjöllun í Fréttablaðinu (bls.6) frá Dr. Gunna um nautakjötssöluna okkar. Fengum í kjölfarið þó nokkrar fyrirspurnir og nokkrar pantanir. Bara frábært.
Hjá okkur í Vegatungu er hægt að kaupa nautakjöt beint frá bónda. Sjá nánar á www.vegatunga.com .Einnig má senda pantanir og fyrirspurnir á netfangið vegatunga@gmail.com . Hlakka til að heyra frá þér.