Í dag fengum við frábæra umfjöllun í Fréttablaðinu (bls.6) frá Dr. Gunna um nautakjötssöluna okkar. Fengum í kjölfarið þó nokkrar fyrirspurnir og nokkrar pantanir. Bara frábært.
Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019 Starfsfólk Bláskógaskóla Reykholti, ásamt nokrum mökum starfsmanna fór í námsferð til Bolzano á Ítalíu vorið 2019. Eftir nokkurn undirbúning var lagt af stað frá Reykholti 30. apríl til Keflavíkur þar sem var gist á Base hotel. Flug var snemma morguns og tók flugið til Munchen um 4 klst. Þegar þangað kom tók á móti okkur Jóna Fanney Svavarsdóttir frá Eldhúsferðum . Frá Munchen var keyrt beint til Bolzano í Suður – Týrol (rúmir 4 tímar) og farið á hótel Feicher sem er í miðbæ Bolzano. Afar huggulegt hótel og gott að vera þar. Þá fórum við út að borða á þjóðlegum Suður- Týrólskum stað. Þessi ferðadagur var ansi langur í klukkustundum talið (17 klst) en afar góð stemmning í hópnum. 1.maí - miðvikudagur Þessi dagur var ,,frídagur“, þ.e.a.s – ekki vinnudagur sem slíkur en nánast allir ákváðu að fara í skemmtilega fjallaferð með kláfi frá Bolzano til Sop...
Í handavinnu/textíl er ég að kenna nemendum að prjóna. Þegar margir nemendur eru í hóp og allir að byrja að prjóna á sama tíma er erfitt að liðsinna öllum í einu. Eftir að skólinn varð mjög vel spjaldtölvuvæddur geta nemendur notað spjaltölvur í nánast öllum tímum. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með að nota myndbönd á youtube um það hvernig á að fitja upp á prjón og síðan prjóna slétt og brugðið. Þetta hefur gefist nokkuð vel einkum ef nemendur stilla á að sýna myndbandið mjög hægt. Þau sem eru áhugasömust og hafa mestu einbeitinguna hafa náð að læra að prjóna á þennan hátt en hin þurfa einnig aðstoð og útskýringar kennarans.
Á vinnustofu no 2 á Utís 2019 fór ég og hlusaði á Jesse Lubinsky fara í gegnum hvernig er hægt að nota ýmiskonar viðbætur við google classrom-ið sem við í Bláskógaskóla erum að innleiða. Hann fór með okkur í gegnum ýmsar viðbætur sem auðvelda vinnuna í skólanum en gefa einnig betri innsýn í vinnu nemenda. Jesse hefur útbúið heimasíðuna sína en einnig síðuna Session Resources þar sem hann hefur sett inn ógrynni af efni er varaðar verkfæri Google í skólastarfi. Þetta er síða sem maður á örugglega eftir að skoða betur og ég veit að þar er hægt að nýta sér margt í vinnunni hjá manni. Ég er rétt að byrja að skoða hvað er þarna inni. En Jesse gefur kost á að maður fari í gegnum fyrirlesturinn Upping Your CLassroom Game sem hann flutti á Utís á netinu. Fyrst ræddi hann um forritið Flipgrid en það býður upp á alls konar myndbandskynningar og eru það lokuðsvæði sem er unnið á og hægt er að stilla forritið þannig að það virki bara á neti...
Ummæli