Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2019

ThatQuiz

Mynd
Vefsíðan ThatQuiz gefur marga möguleika bæði fyrir kennara og nemendur. Kennarinn getur búið til eigin aðgang þar sem hann getur sett inn ýmsar æfingar (nú er ég einkum að tala um stærðfræðina) og síðan vinna nemendur verkefnin. Hver nemandi á sitt svæði og þeir geta annars vegar farið inn á með qr-koda eða fengið kóda hjá kennaranum og unnið verkefnið. Þá geta foreldrar fengið koda fyrir sitt barn og fylgst með framvindu síns barns. Einnig er hægt að hlaða niður ,,appi" og vinna í því. Kennarinn hefur marga möguleika til að búa til verkefnin og getur stjórnað bæði þyngd verkefna og lengd og tíma. Hann getur einnig stjórnað hvaða nemendur taka hvaða verkefni. Kennarinn getur fengið gott yfirlit yfir framvindu nemandans. Á youtube.com eru ágætar leiðbeiningar fyrir kennara Nemandinn getur einnig farið inn á síðuna án þess að skrá sig inn og æft sig í ákveðnum þáttum en þá vistast ekki árangur nemandans. Ég er aðeins búin að fikta í þessari vefsíðu en er ekki farin að no...