Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2019

Verksmiðjan - nýsköpunarkeppni 2019

Mynd
Verksmiðjan – nýsköpunarkeppni 2019                  Í byrjun desember 2018 er kynnt til sögunar nýtt verkefni Verksmiðjan sem átti að vera nýsköpunarkeppni fyrir unglinga á grunnskólastigi. Þetta hljómaði vel og aðstoðarskólastjórinn Lára Bergljót hvatti mig eindregið til þess að taka þátt í þessu verkefni fyrir hönd skólans og stýra því. Ég viðurkenni að mér fannst þetta mjög spennandi og öngrandi verkefni þar sem það er ekki hefð fyrir slíkri vinnu í skólanum og nemendur ekki beint þjálfaðir í að vinna slíka vinnu sem nýsköpunarhugsunin er. Niðurstaðan var sú að fara á kynningarfund í fab-labinu á Selfossi þar sem farið var yfir hugmyndirnar og kynnt hverjir stæðu að verkefninu.   Að verkefninu standa Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna , Fab Lab á Íslandi , menntamálaráðuneytið , Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Listasafns Reykjavíkur og RÚV . Fyrir hönd sk...

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Mynd
Ferð starfsfólks  Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu,  30.04.2019 – 05.05. 2019 Starfsfólk Bláskógaskóla Reykholti, ásamt nokrum mökum starfsmanna fór í námsferð til Bolzano á Ítalíu vorið 2019. Eftir nokkurn undirbúning var lagt af stað frá Reykholti 30. apríl til Keflavíkur þar sem var gist á Base hotel. Flug var snemma morguns og tók flugið til Munchen um 4 klst. Þegar þangað kom tók á móti okkur Jóna Fanney   Svavarsdóttir frá Eldhúsferðum . Frá Munchen var keyrt beint til Bolzano í Suður – Týrol (rúmir 4 tímar) og farið á hótel Feicher sem er í miðbæ Bolzano. Afar huggulegt hótel og gott að vera þar. Þá fórum við út að borða á þjóðlegum Suður- Týrólskum stað. Þessi ferðadagur var ansi langur í klukkustundum talið (17 klst) en afar góð stemmning í hópnum. 1.maí - miðvikudagur Þessi dagur var ,,frídagur“, þ.e.a.s – ekki vinnudagur sem slíkur en nánast allir ákváðu að fara í skemmtilega fjallaferð með kláfi frá Bolzano til Sop...