Verksmiðjan - nýsköpunarkeppni 2019
Verksmiðjan – nýsköpunarkeppni 2019 Í byrjun desember 2018 er kynnt til sögunar nýtt verkefni Verksmiðjan sem átti að vera nýsköpunarkeppni fyrir unglinga á grunnskólastigi. Þetta hljómaði vel og aðstoðarskólastjórinn Lára Bergljót hvatti mig eindregið til þess að taka þátt í þessu verkefni fyrir hönd skólans og stýra því. Ég viðurkenni að mér fannst þetta mjög spennandi og öngrandi verkefni þar sem það er ekki hefð fyrir slíkri vinnu í skólanum og nemendur ekki beint þjálfaðir í að vinna slíka vinnu sem nýsköpunarhugsunin er. Niðurstaðan var sú að fara á kynningarfund í fab-labinu á Selfossi þar sem farið var yfir hugmyndirnar og kynnt hverjir stæðu að verkefninu. Að verkefninu standa Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna , Fab Lab á Íslandi , menntamálaráðuneytið , Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Listasafns Reykjavíkur og RÚV . Fyrir hönd sk...