Jæja góðir hálsar, þá er komið að jólafríi frá náminu. Búinn með öll verkefni, bara eftir að senda eitt í pósti. síðasta verkefnið sem ég vann í þessari lotu var jólasveinaverkefni í power point, gagnvirkt með tali og músik, mjög skemmtilegt að vinna, hefði getað gert miklu meira og víðfemara en það er líklega minn akkilesarhæll að hugsa of stórt og geta ekki afmarkað mig nóg, en bæði lokaverkefnin mín nú í haust voru miklu stærri að umfangi en beðið var um. Þetta er búin að vera ansi strembin önn, 10 einingar að baki, auk rúmlega 100% vinnu og svo allt hitt, hef varla mátt vera að því að lesa blöðin hvað þá meir, enda sennilega ekki misst af miklu því manni eru fæðar fréttirnar munnlega ef eitthvað merkilegt gerist. En svo er það skemmtilega framundan BETT- sýningin í London og Margmiðlun til náms og kennslu, kúrs sem allir hafa mælt með og fundist skemmtilegur. Bara skemmtilegt og spennandi framundan........................... Meira seinna, gleðilega hátíð öll sömul