Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2006

Myndvinnsla

Mynd
Jæja, þá er lærimeistari minn, Salvör , búinn að finna nýtt leikfang fyrir mig, nú get ég leikið mér að breyta myndum. En þetta er sama myndin tekin í fínu veðri á jóladag. Vildi gjarnan deila þessu með ykkur en hér er hægt að setja alls kona krúsindúllur á myndir og föndra við þær en hérrr læt ég fylgja með þessa einu mynd sem ég breytti á tvo vegu annars vegar sem rigninga mynd og hina sem snjókornamynd. Skemmtilegt. Ég gleymdi mér í nokkur tíma yfir þessu.

Gleðileg jól

Mynd
Kæru vinir og vandamenn og allir hinir sem kíkja á bloggið. Nú kemur pínulítið persónulegt í tilefni af jólabréfinu sem vinum og ættingjum var sent. En hingað til hefur þessi bloggsíða verið tileinkuð náminu mínu og því sem ég hef verið að gera þar og leiðbeiningar til áhugasamra nemenda minna í 10. bekk - en þau eru frábærust af öllum - þeim sem vilja fylgjast með tækninni og því sem ég er að læra í Kennó en þau fá ekki tækifæri til þess í skólanum. En annars höfum við fjölskyldan haft það gott eftir að fríið byrjaði, einkunnir frá Friðriki komnar í hús og hann skoraði hátt, 10 í bókfærslu og 9 í exelkúrs, bara góður karlinn. Svo fékk Freydís Halla tónlistareinkunnirnar sínar og mikla hvatningu frá fiðlukennaranum, Guðmundi Pálssyni, skoraði hátt, rúmlega 9 og var afar kát. Freyja bíður enn eftir sínum tónlistareinkunum og er frekar súr út í póstinn fyrir að skila ekki sínu einkunnabréfi fyrir jól. Við höfum verið í jólaboðum og slíku, vorum einmitt að koma úr einu slíku. En í boðinu ...

Jólafrí frá náminu

Mynd
Jæja góðir hálsar, þá er komið að jólafríi frá náminu. Búinn með öll verkefni, bara eftir að senda eitt í pósti. síðasta verkefnið sem ég vann í þessari lotu var jólasveinaverkefni í power point, gagnvirkt með tali og músik, mjög skemmtilegt að vinna, hefði getað gert miklu meira og víðfemara en það er líklega minn akkilesarhæll að hugsa of stórt og geta ekki afmarkað mig nóg, en bæði lokaverkefnin mín nú í haust voru miklu stærri að umfangi en beðið var um. Þetta er búin að vera ansi strembin önn, 10 einingar að baki, auk rúmlega 100% vinnu og svo allt hitt, hef varla mátt vera að því að lesa blöðin hvað þá meir, enda sennilega ekki misst af miklu því manni eru fæðar fréttirnar munnlega ef eitthvað merkilegt gerist. En svo er það skemmtilega framundan BETT- sýningin í London og Margmiðlun til náms og kennslu, kúrs sem allir hafa mælt með og fundist skemmtilegur. Bara skemmtilegt og spennandi framundan........................... Meira seinna, gleðilega hátíð öll sömul