Gleðileg jól


Kæru vinir og vandamenn og allir hinir sem kíkja á bloggið.

Nú kemur pínulítið persónulegt í tilefni af jólabréfinu sem vinum og ættingjum var sent. En hingað til hefur þessi bloggsíða verið tileinkuð náminu mínu og því sem ég hef verið að gera þar og leiðbeiningar til áhugasamra nemenda minna í 10. bekk - en þau eru frábærust af öllum - þeim sem vilja fylgjast með tækninni og því sem ég er að læra í Kennó en þau fá ekki tækifæri til þess í skólanum.

En annars höfum við fjölskyldan haft það gott eftir að fríið byrjaði, einkunnir frá Friðriki komnar í hús og hann skoraði hátt, 10 í bókfærslu og 9 í exelkúrs, bara góður karlinn. Svo fékk Freydís Halla tónlistareinkunnirnar sínar og mikla hvatningu frá fiðlukennaranum, Guðmundi Pálssyni, skoraði hátt, rúmlega 9 og var afar kát. Freyja bíður enn eftir sínum tónlistareinkunum og er frekar súr út í póstinn fyrir að skila ekki sínu einkunnabréfi fyrir jól.

Við höfum verið í jólaboðum og slíku, vorum einmitt að koma úr einu slíku. En í boðinu þurftu allir að horfa á Brynjólfsmessu í sjónvarpinu en Freydís Halla söng einmitt í henni. Freydís Halla var einnig að syngja á aðfangadag í barnatímanum og Freyja Hrönn söng í Stundinni okkar fyrir hálfum mánuði. Hér er mikið líf í söngnum og er Hilmar Örn organisti ein aðaldriffjöðurin í því starfi og gerir það vel.

Í dag eru dæturnar búnar að fara í Skálholtskirkju með ömmu og afa en við gömlu fórum í góðan göngutúr á meðan, drukkum svo kaffi hér heima eftir messuna. Góður dagur að baki.

Hlakka síðan til að heyra frá ykkur kæru vinir. Bestu þakkir fyrir liðin ár og megi ykkur farnast vel í ókominni framtíð.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sæl Agla.
Bestu jólakveðjur frá okkur á Brekkubrautinni. Gaman að heyra að þið hafið það gott. Til lukku með liðið þitt, frábært að heyra hvað gengur vel! Skemmtilegt að lesa hvað þú ert að fást við í náminu og fréttir af fjölskyldunni er alltaf gaman að fá. Vona að þið eigið áfram góða daga um hátíðarnar og vonandi sjáumst við fljótlega á nýja árinu.
Kærar kveðjur, Bryndís

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky