Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2007

Flash verkefni

Jæja, þá er maður kominn á flug í náminu, situr við og "föndrar" í Marcomedia Flash Mx og les svo alls konar fræðigreinar og vefsíður með slíku efni, sem og að spá í það hvernig hægt er að kenna þetta í grunnskólanum. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér að sinni, hef skrifað um það fyrr hér á blogginu. En ef þú hefur áhuga að sjá fyrstu æfinguna mína í flashinu þá er hún hér.

Rafrænn desember

Mynd
Góðan daginn gott fólk. Í náminu mínu benti kennarinn minn Torfi Hjartarson okkur á afar gott myndband sem segir frá samvinnu kennara annars vegar og vinnu með nemendum hins vegar við gerð rafræns efnis. ,, Electric December á Teachers´ TV segir frá heillandi samstarfi listamanna, margmiðlunarhönnuða, kennara og skólabarna um skapandi vinnu að rafrænu dagatali til birtingar á vef. Unnið er með Flash, kvikmyndagerð, leikræna tjáningu svo að eitthvað sé nefnt. “ Í þessu myndbandi var margt sem mér fannst bæði áhugavert og lærdómsríkt, þarna er ekki farin íslenska leiðin að byrja og sjá svo til hvernig þetta gerir sig, þ.e.a.s. verkefnið. Skil á verkinu var í desember og kennararnir, teymið vann undirbúninginn í júní og byrjaði þá að kynna nemendum hvað átti að gera, þannig að vinnuferlið er langt. Mér fannst líka áhugavert að sjá hvað amk á myndbandinu hvað hver kennari virtist þurfa að sinna fáum nemendum í einu, ég taldi mest 6 í verklegri vinnu, en meira var þó í kynningarkennslustun...

Besti bekkur í heimi........................

Mynd
Í dag kom besti bekkur í heimi, 10. bekkur , mér á óvart. Í tilefni dagsins voru þau búin að baka kökur, skreyttar og með kertum. Síðan þegar ég kem inn úr fríminútum þá standa þau öll og syngja afmælissönginn ..... maður verður bara orðlaus... þau eru frábærust af öllum. Takk krakkar fyrir mig, þið eruð bara frábær.............