Góðan daginn gott fólk. Í náminu mínu benti kennarinn minn Torfi Hjartarson okkur á afar gott myndband sem segir frá samvinnu kennara annars vegar og vinnu með nemendum hins vegar við gerð rafræns efnis. ,, Electric December á Teachers´ TV segir frá heillandi samstarfi listamanna, margmiðlunarhönnuða, kennara og skólabarna um skapandi vinnu að rafrænu dagatali til birtingar á vef. Unnið er með Flash, kvikmyndagerð, leikræna tjáningu svo að eitthvað sé nefnt. “ Í þessu myndbandi var margt sem mér fannst bæði áhugavert og lærdómsríkt, þarna er ekki farin íslenska leiðin að byrja og sjá svo til hvernig þetta gerir sig, þ.e.a.s. verkefnið. Skil á verkinu var í desember og kennararnir, teymið vann undirbúninginn í júní og byrjaði þá að kynna nemendum hvað átti að gera, þannig að vinnuferlið er langt. Mér fannst líka áhugavert að sjá hvað amk á myndbandinu hvað hver kennari virtist þurfa að sinna fáum nemendum í einu, ég taldi mest 6 í verklegri vinnu, en meira var þó í kynningarkennslustun...