Rafrænn desember







Góðan daginn gott fólk.

Í náminu mínu benti kennarinn minn Torfi Hjartarson okkur á afar gott myndband sem segir frá samvinnu kennara annars vegar og vinnu með nemendum hins vegar við gerð rafræns efnis.

,, Electric December á Teachers´ TV segir frá heillandi samstarfi listamanna, margmiðlunarhönnuða, kennara og skólabarna um skapandi vinnu að rafrænu dagatali til birtingar á vef. Unnið er með Flash, kvikmyndagerð, leikræna tjáningu svo að eitthvað sé nefnt. “
Í þessu myndbandi var margt sem mér fannst bæði áhugavert og lærdómsríkt, þarna er ekki farin íslenska leiðin að byrja og sjá svo til hvernig þetta gerir sig, þ.e.a.s. verkefnið. Skil á verkinu var í desember og kennararnir, teymið vann undirbúninginn í júní og byrjaði þá að kynna nemendum hvað átti að gera, þannig að vinnuferlið er langt. Mér fannst líka áhugavert að sjá hvað amk á myndbandinu hvað hver kennari virtist þurfa að sinna fáum nemendum í einu, ég taldi mest 6 í verklegri vinnu, en meira var þó í kynningarkennslustundunum. Þarna sá maður hvað kennararnir lögðu mikla áherslu á röð aðgerða og vinnslu á efninu. Það var líka gaman að sjá hvað það skipti miklu máli að nemendur gerðu grein fyrir sinni vinnu og sýndu foreldrum afraksturinn. Það kom nú ekki nógu vel fram (amk sá ég það ekki) hvort að nemendur unnu með front pages líka og settu allt sjálf inn á vefinn eða hvort það var í höndum annarra. Það væri gaman að taka þátt í svona vinnu einhvern tímann en það þýðir að starfsfólkið þarf að kunna til verka þegar farið er af stað.
Svo mörg voru þau orð að sinni.
Góðar stundir.
AGLA

http://www.teachers.tv/video/2583

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky