Námsmaður
Jæja, þá er haustið víst að koma. Maður er sestur niður til að læra, situr við tölvuna allan daginn og reynir að innbyrgða allt um megindlegar og eigindlegar rannsóknir. Það er svo mikið af nýyrðum að læra og skilja svo hvað þau þýða, en svo er það verkefni vetrarins að vita hvernig þetta virkar allt samn. En þetta er svolítið skemmtilegt. Það er svolítið skrítið að vera ekki í kennslugírnum en það er ekkert sem ég sakna ennþá, kannski er það vegna þess að bekkurinn minn kláraði í vor og er nú að fara á nýjar og spennandi slóðir. Ég hlakka til að heyra frá þeim á næstu vikum, hvernig þeim gengur og hvað er í gangi. Læt þetta duga að sinni, Góðar stundir....