Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2007

Námsmaður

Mynd
Jæja, þá er haustið víst að koma. Maður er sestur niður til að læra, situr við tölvuna allan daginn og reynir að innbyrgða allt um megindlegar og eigindlegar rannsóknir. Það er svo mikið af nýyrðum að læra og skilja svo hvað þau þýða, en svo er það verkefni vetrarins að vita hvernig þetta virkar allt samn. En þetta er svolítið skemmtilegt. Það er svolítið skrítið að vera ekki í kennslugírnum en það er ekkert sem ég sakna ennþá, kannski er það vegna þess að bekkurinn minn kláraði í vor og er nú að fara á nýjar og spennandi slóðir. Ég hlakka til að heyra frá þeim á næstu vikum, hvernig þeim gengur og hvað er í gangi. Læt þetta duga að sinni, Góðar stundir....

Stjörnuspá dagsins !!!!

Mynd
Eftir að hafa farið venjubundinn "hring" í tölvunni og kíkja á Mbl.is kíki ég alltaf til gamans á stjörnuspána. Stjörnuspá dagsins í dag er skemmtileg og tilefni bloggsins: "Vatnsberi: Þar sem þú ert að taka skjótum framförum skaltu skrá það einhvers staðar. Bloggaðu um það eða montaðu þig. Láttu fólk vita að þú sért á leiðinni." En í hverju ég er að taka framförum er ég ekki alveg viss en gott að maður er í framför en ekki á niðurleið !!! Svo montið getur varla fylgt framförinni !!! Og eina leiðin sem ég er á er að halda áfram náminu mínu í Kennó, það er mjög skemmtilegt. Annars er allt gott að frétta úr sveitinni, veðurleysa í dag, logn, skýjað og 19 stiga hiti. Svo mörg voru þau orð að sinni. Góðar stundir
Mynd
Í náminu mínu í hitteðfyrra lærði ég að nota flickr myndasvæðið. En það er hugbúnaður úti á Netinu þar sem hægt er að geyma myndirnar sína ókeypis og leyfa öðrum að njóta ef maður vill. Ég notaði þetta aðeins þá en hef ekki verið dugleg að setja inn myndir og slíkt síðan. En nú fékk ég áskorun frá einni af frænkum mannsins um að vera duglegri að setja inn myndir. Svo nú hef ég bætt inn nokkrum völdum myndum frá sumrinu svo kíkið endilega á þær. Vonandi hafið gaman af. Myndina hér til hliðar tók Freydís Halla af hrossunum okkar út í haga um daginn.