Í náminu mínu í hitteðfyrra lærði ég að nota flickr myndasvæðið. En það er hugbúnaður úti á Netinu þar sem hægt er að geyma myndirnar sína ókeypis og leyfa öðrum að njóta ef maður vill. Ég notaði þetta aðeins þá en hef ekki verið dugleg að setja inn myndir og slíkt síðan. En nú fékk ég áskorun frá einni af frænkum mannsins um að vera duglegri að setja inn myndir. Svo nú hef ég bætt inn nokkrum völdum myndum frá sumrinu svo kíkið endilega á þær. Vonandi hafið gaman af.
Myndina hér til hliðar tók Freydís Halla af hrossunum okkar út í haga um daginn.
Ummæli