Stjörnuspá dagsins !!!!


Eftir að hafa farið venjubundinn "hring" í tölvunni og kíkja á Mbl.is kíki ég alltaf til gamans á stjörnuspána. Stjörnuspá dagsins í dag er skemmtileg og tilefni bloggsins:

"Vatnsberi: Þar sem þú ert að taka skjótum framförum skaltu skrá það einhvers staðar. Bloggaðu um það eða montaðu þig. Láttu fólk vita að þú sért á leiðinni."

En í hverju ég er að taka framförum er ég ekki alveg viss en gott að maður er í framför en ekki á niðurleið !!! Svo montið getur varla fylgt framförinni !!! Og eina leiðin sem ég er á er að halda áfram náminu mínu í Kennó, það er mjög skemmtilegt.

Annars er allt gott að frétta úr sveitinni, veðurleysa í dag, logn, skýjað og 19 stiga hiti.

Svo mörg voru þau orð að sinni.

Góðar stundir

Ummæli

Don sagði…
cheers

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky