Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2008

Kennslufræði frá 1963

Mynd
Ég er ein af þeim sem geri ekki alltaf eins og kennarinn/mentorinn vill og í staðinn fyrir að lesa eitthvað nýtt og gagnlegt fann ég upp í bókahillu hjá mér bók sem heitir Kennslufræði eftir Jon Naeslund og mér sýnist vera sænskur, bókin var fyrst gefin út í Svíþjóð 1963. Þar er margt forvitnilegt og skemmtilegt að lesa, ýmsar sögur um það hvað er gott og hvað er vont í kennslu. Einnig ,,föðurlegar” ábendingar til verðandi kennara hvernig þeir skulu haga sér. Um undirbúning kennslustundar segir (bls.97-99): ,,Undirbúningurinn á að hefjast í kennslubókinni. Meginástæða þess er sú, að nemendur geta fundið glöggt samhengi milli kennslunnar og lexíulestursins. Skiptir þar ekki máli hvernig kennslustundin er annars skipulögð. ... Þegar að kennarinn er að vinna að undirbúningi sínum, verður hann oft að hverfa frá kennslubókinni til umfangs meira lesefnis – fræðibóka. Ekki er líklegt að hann finni meira sem hann hefur not fyrir, en honum ber að þekkja þetta efni til þess að hafa öruggari sýn...

Ferð á The education show í Birmingham 2008.

Mynd
Hópferð starfsfólks Grunnskóla Bláskógabyggðar á The education show í Birmingham 2008. Það er nótt, kalt, dimmt en spenningur í loftinu. Það er miðvikudagurinn 27.febrúar 2008. Vinnudagurinn hófst upp úr klukkan fimm þennan morguninn. 13 kennarar mættir í skólann, sumir útsofnir og aðrir ekki náð að sofna, ýmist af spenningi, tilhlökkun eða treystu ekki á að vakna nógu snemma. Tilhlökkunin var augljós, námsferð til Birmingham á The education show , árlega sýningu og fyrirlestra um allt sem lýtur að kennslu. Allt frá leiktækjum á skólalóð, skólahúsgögnum, kennslugögnum af öllum toga, bókum og blýöntum. Þessi dagur fer í að ferðast, komast til Keflavíkur í snjófjúki og hálku. Fljúga til London, komin þangað um hádegi, beint út í rútu og keyrt til Birmingham. Allt í einu komin í vorið, grasið farið að grænka og trén að bruma. Þegar við keyrðum í gegnum sveitirnar voru dýrin á beit úti, kindur, hestar og kýr. Sólin lét sjá sig í gegnum skýin. Vorið var komið í hjartað. Til Birmingham kom...