Kennslufræði frá 1963
Ég er ein af þeim sem geri ekki alltaf eins og kennarinn/mentorinn vill og í staðinn fyrir að lesa eitthvað nýtt og gagnlegt fann ég upp í bókahillu hjá mér bók sem heitir Kennslufræði eftir Jon Naeslund og mér sýnist vera sænskur, bókin var fyrst gefin út í Svíþjóð 1963. Þar er margt forvitnilegt og skemmtilegt að lesa, ýmsar sögur um það hvað er gott og hvað er vont í kennslu. Einnig ,,föðurlegar” ábendingar til verðandi kennara hvernig þeir skulu haga sér. Um undirbúning kennslustundar segir (bls.97-99): ,,Undirbúningurinn á að hefjast í kennslubókinni. Meginástæða þess er sú, að nemendur geta fundið glöggt samhengi milli kennslunnar og lexíulestursins. Skiptir þar ekki máli hvernig kennslustundin er annars skipulögð. ... Þegar að kennarinn er að vinna að undirbúningi sínum, verður hann oft að hverfa frá kennslubókinni til umfangs meira lesefnis – fræðibóka. Ekki er líklegt að hann finni meira sem hann hefur not fyrir, en honum ber að þekkja þetta efni til þess að hafa öruggari sýn...