Ferð á The education show í Birmingham 2008.
Hópferð starfsfólks Grunnskóla Bláskógabyggðar á The education show í Birmingham 2008.
Það er nótt, kalt, dimmt en spenningur í loftinu. Það er miðvikudagurinn 27.febrúar 2008. Vinnudagurinn hófst upp úr klukkan fimm þennan morguninn. 13 kennarar mættir í skólann, sumir útsofnir og aðrir ekki náð að sofna, ýmist af spenningi, tilhlökkun eða treystu ekki á að vakna nógu snemma. Tilhlökkunin var augljós, námsferð til Birmingham á The education show, árlega sýningu og fyrirlestra um allt sem lýtur að kennslu. Allt frá leiktækjum á skólalóð, skólahúsgögnum, kennslugögnum af öllum toga, bókum og blýöntum.
Þessi dagur fer í að ferðast, komast til Keflavíkur í snjófjúki og hálku. Fljúga til London, komin þangað um hádegi, beint út í rútu og keyrt til Birmingham. Allt í einu komin í vorið, grasið farið að grænka og trén að bruma. Þegar við keyrðum í gegnum sveitirnar voru dýrin á beit úti, kindur, hestar og kýr. Sólin lét sjá sig í gegnum skýin. Vorið var komið í hjartað. Til Birmingham komum við rúmlega fjögur eftir 12 tíma ferðalag frá Reykholti. Það sem eftir lifði dags fór í að skoða miðbæ Birmingham, fá sér að borða og kíkja á helstu búðir. Allir fóru snemma að sofa eftir langan dag.
Þessi dagur fer í að ferðast, komast til Keflavíkur í snjófjúki og hálku. Fljúga til London, komin þangað um hádegi, beint út í rútu og keyrt til Birmingham. Allt í einu komin í vorið, grasið farið að grænka og trén að bruma. Þegar við keyrðum í gegnum sveitirnar voru dýrin á beit úti, kindur, hestar og kýr. Sólin lét sjá sig í gegnum skýin. Vorið var komið í hjartað. Til Birmingham komum við rúmlega fjögur eftir 12 tíma ferðalag frá Reykholti. Það sem eftir lifði dags fór í að skoða miðbæ Birmingham, fá sér að borða og kíkja á helstu búðir. Allir fóru snemma að sofa eftir langan dag.
Það eru 83 Íslendingar sem fara spenntir í rútuna frá Holiday Inn hótelinu snemma morguns. Það tekur um 30 mínútur með rútu að komast á sýningarsvæðið. Við erum með þeim fyrstu sem koma á svæðið þennan daginn, nóg pláss til að skoða og starfsfólkið gefur sér tíma til að spjalla og kynna sitt efni. Margir eru hissa á þessum áhuga Íslendinga að koma svona langt að til að skoða hvað er í gangi í Englandi í skólamálum.
En það er margt spennandi að skoða. Þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi. Sýningarsvæðið er eins og 2-3 íþróttahallir og skipt niður í svæði eftir efnum annars vegar og aldri hins vegar. Þarna var svæði fyrir yngstu nemendur (e. early year zone), heisluskólasvæði (e. healty schools), svæði fyrir listgreinar (e. the art zone), svæði fyrir upplýsingamennt og hugbúnað (e. ITC and sofware), sérkennslusvæði (e. special needs) , heimsþorpið (e. global village) og útgáfustarfsemi (e. publishing zone). Einnig voru smærri sýingarsvæði eins ot .d. með skólahúsgögn, kynning á kennaranámi á Bretlandi, kennarasamtök og sérsamtök með kynningarbása svo eitthvað sé nefnt. Alls voru tæplega 600 kynningabásar á sýningunni en mánuði áður er farið er þarf að skrá sig á sýninguna en þá fær maður sendan heim bækling um sýninguna og allt sem þar er kynnt. Þeir sem voru best undirbúnir byrjuðu á að fara á þá bása sem þeir höfðu kynnt sér heima og fannst spennandi að skoða. Síðan kom margt á óvart.
Hér verður aðeins bent á brotabrot af því sem til kynningar var á sýningunni, kynningarnar eru settar fram af handahófi:
Á Bett sýningunni í London í janúar sl. fengu 2simple.com verðlaun fyrir teikniforrit sem einnig var kennt á og sýnt þarna.
Hér má einnig sjá annan Bett vinningshafa en hann sérhæfir sig í gagnvirkum forritum fyrir t.d. smart-boardtöflur semeru að ryðja sér til rúm hér á Íslandi og margir skólar búnir að fjárfesta í slíkum búnaði. Hér er hægt að prófa nokkur forrit. Einnig að skoða önnur.
Hjá teem.org.uk er gefið út mikið af alls konar námsefni fyrir ut.
Allt fyrir náttúrfræðirannsóknir, fyrir allan aldur, á heimasíðunni er aldursflokkagreining, kennaraleiðbeiningar og síðan eru alltaf markmið með hverjum þætti, skilgreint út frá bresku námsskránni.
Hjá awenmedia.com er hægt að fá mörg skemmtileg forrit fyrir læsi, stærðfræðiglímur og tæknilausnir fyrir krakka.
Fyrirtækið q&d var með alveg frábært musik og rythmaforrit fyrir krakka, við kennararnir gleymdum okkur yfir þessu.
Ef eitthvað er spennandi þá eru það nútímavísindi, hér er hægt að skoða vísindavef kennarasamtaka með ábendingum um efni fyrir krakka.
Mannskynnsögukennlan , einnig biblíusögukennslan var gerð lifandi og skemmtileg með þessum verkefnum og myndböndum, mæli með að þetta verði skoðað vel.
Skólahúsgögn voru líka á dagskrá t.d margar tegundir af stólum í boði.
Einnig voru nýjustu skólaborðin kynnt þar sem að gert er ráð fyrir að hver nemandi hafi sína eigin tölvu við sitt borð, frábær hönnun.
Einnig voru kynntar fleiri lausnir í skólahúsgögnum.
Alls konar lausnir fyrir skólastofur voru kynntar, koppar og kirnur.
Hér er hægt að skoða allt milli himins og jarðar í skólamálum, þetta er einn af stóru heildsölunum í Englandi, þar er hægt að panta veggmyndir, hugbúnað, verkefnablöð og fleira í nánast öllum kennslugreinum breskra skóla. Margt spennandi og nýtilegt þarna.
Þá var kynnt til sögunnar 99punda tölvan fyrir nemendur, spennandi tæki og fer lítið fyrir. Stærð 22 X 15 X 3 cm og er 0.95 kg. 800X480 widescreen, 7”skjár. Fæst í öllum litum, líka bleikum!!!
Ef það er eitthvað sem stærðfræðikennara dreymir um að hafa sem hjálpartæki, þrívíddar útskýringar, rúmmálskennsla, gröf, algebra og hvað eina, þá er hægt að fá slíkt hér hjá þessu fyrirtæki. Allt sett upp á einfaldan og litríkan hátt, forrit, verkefnablöð, tæki til að vinna með og svo frv.
Heilsuskólinn er eitt af því sem fékk nokkuð pláss á sýningunni, þar voru sýnd ýmis skemmtileg æfingatæki fyrir nemendur, bæði til að nota í skólastofunni sem og að hafa úti eða í íþróttahúsinu.
Á svæði heilsuskólans voru kynnt undirlög fyrir leikföng á skólalóðum, til í mörgum fallegum litum. Spennandi kostur þar á ferð.
Einnig var heilsufæði fyrir skólamötuneyti kynnt á svæði heilsuskólans, sem og nauðsyn þess að drekka mjólk í skólanum.
Á heilsuskólasvæðinu var einnig kynnt hvernig hægt er að hafa yoga í skólastofunni.
Tónlistin fékk líka sinn sess á sýningunni. Einnig var kynn Internetsíða þar sem hægt er að kaupa alls konar nótur og slíkt.
Trommur fyrir skóla og önnur ásláttarhljóðfæri. Við þennan bás stoppuðum við margar, spennandi hlutir þarna á ferðinni.
Margar frábærar lausnir fyrir skólastofuna voru kynntar t.d. þessi.
Frábærar lausnir fyrir skólalóðir sáum við líka. Margt skemmtilegt hægt að setja á skólalóðina.
Hér er annað fyrirtæki sem sýndi sýnar lausnir fyrir skólalóðir, þar var einnig margt spennandi að sjá.
Bresku dyslexíusamtökin voru með kynningarbás og á vefsíðunni þeirra má skoða hvað er að gerast hjá þeim í þeim efnum hjá bretum.
Einnig rákumst við á fyrirtæki sem sérhæfir sig í að útbúa efni í líkön af alls konar jarðfræðilegum efnum. Þetta væri spennandi að prófa, gera hlutina raunverulega.
Sum fyrirtæki voru með margar frábærar lausnir fyrir kennara til kennslu, einkum til að gera kennsluna skemmtilegri og líflegri. Sem dæmi um það má sjá efni frá þessu fyrirtæki.
Hér hefur aðeins verið tekið af handahófi 27 atriði (ath. ekki básar því að í sumum básum voru kynnt fleiri ein eitt atriði!!) af þeim tæplega 600 básum sem við skoðuðum á sýningunni. Hver kennari reyndi að skoða best á því sviði sem hann er að kenna. Mikið var af skólabókum sem hægt var að skoða og ekki hægt að setja sýnishorn af hér. Einnig af alls konar líkönum til notkunar í kennslu t.d. líffræði.
Þetta var viðfangsefni fimmtudagsins og föstudagsins frá því sýningin opnaði og langt fram á eftirmiðdaginn. Kennarar settust niður á kaffihornum sem voru á sýningunni og miðluðu upplýsingum til hvers annars hvað væri skemmtilegt að skoða og hvað væri nýtt og hvort það hentaðu t.d. okkar skóla. Þannig að matar- og kaffitímarnir voru einnig vel nýttir.
Eftir að hafa komið sér heim á hótel síðla dags og blaðað í gegnum bæklinga og slappað aðeins af, voru búðirnar skoðaðar og farið út að borða og bæjarlífið skoðað.
Á laugardagsmognuninn var síðan farið með rútu til London. Hópurinn fór á Mamma mía söngleikinn sem var alveg frábær skemmtun. Sunnudagurinn fór síðan í ferðalagið heim, farið með rútu frá hótelinu rúmlega níu um morguninn, hádegisflug, lent rúmlega fjögur í Keflavík og komin í Tungunar um kl.19.00. Fimm daga feðalagi að ljúka, fjölskyldurnar farnar að hringja í gemsana til að vita hvernig var og hvenær við komum, vetrarveðrið tók á móti okkur, rok og snjór, raunveruleikinn að taka við.
Eftir að hafa komið sér heim á hótel síðla dags og blaðað í gegnum bæklinga og slappað aðeins af, voru búðirnar skoðaðar og farið út að borða og bæjarlífið skoðað.
Á laugardagsmognuninn var síðan farið með rútu til London. Hópurinn fór á Mamma mía söngleikinn sem var alveg frábær skemmtun. Sunnudagurinn fór síðan í ferðalagið heim, farið með rútu frá hótelinu rúmlega níu um morguninn, hádegisflug, lent rúmlega fjögur í Keflavík og komin í Tungunar um kl.19.00. Fimm daga feðalagi að ljúka, fjölskyldurnar farnar að hringja í gemsana til að vita hvernig var og hvenær við komum, vetrarveðrið tók á móti okkur, rok og snjór, raunveruleikinn að taka við.
En til hvers að fara í svona ferðir? Hverju skilar þetta? Svona ferðir skila margþættu hlutverki. Í fyrsta lagi þá líta menn upp úr hversdagsleikanum og sjá eitthvað nýtt, sjá hvað aðrir eru að gera og sjá að sumt af því sem gert er gott hjá okkur en margt mætti betur fara. Áhuginn á starfinu eykst og kennslufræðilegar samræður verða meiri. Í öðru lagi gefur svona ferð starfsfólki tilefni til að kynnast á örðum nótum en í vinnunni og það ætti að skapa betri starfsanda og skilning meðal starfsfólks. Því miður sáu ekki allir sér fært að fara eða höfðu áhuga, vonandi verður næsta ferð skipulögð þannig að allir starfsmenn geti átt heimangengt og að efni ferðarinnar höfði til sem flestra starfsmanna.
Að lokum þakka ég samferðamönnum mínum samfylgdina í ferðinni, einkum þó dömunum sem ég beið eftir í hverri versluninni á fætur annari !!! Og munið ég náði ekki einu sinni (í þetta sinn )að versla upp í kvótann!!! Gengur betur næst!!!
Að lokum þakka ég samferðamönnum mínum samfylgdina í ferðinni, einkum þó dömunum sem ég beið eftir í hverri versluninni á fætur annari !!! Og munið ég náði ekki einu sinni (í þetta sinn )að versla upp í kvótann!!! Gengur betur næst!!!
Góðar stundir..............................
Ummæli
Takk sömuleiðis fyrir góða ferð, og takk fyrir þennan frábæra pistil. Ég segi nú bara eins og skólasystir, þú ert frábær og ofvirk með alla þessa frábæru linka.
Það verður flott að fá þig aftur í haust...hehe eða hvað, allavega sjáumst og takk fyrir frábært framlag,
Bestu kveðjur frá einni af þessu hressu sem stálust frá hinum.Hahaha
Dagný Rut, á kafi í verkefnum,púff.