Kennslufræði frá 1963
Ég er ein af þeim sem geri ekki alltaf eins og kennarinn/mentorinn vill og í staðinn fyrir að lesa eitthvað nýtt og gagnlegt fann ég upp í bókahillu hjá mér bók sem heitir Kennslufræði eftir Jon Naeslund og mér sýnist vera sænskur, bókin var fyrst gefin út í Svíþjóð 1963. Þar er margt forvitnilegt og skemmtilegt að lesa, ýmsar sögur um það hvað er gott og hvað er vont í kennslu. Einnig ,,föðurlegar” ábendingar til verðandi kennara hvernig þeir skulu haga sér.
Um undirbúning kennslustundar segir (bls.97-99): ,,Undirbúningurinn á að hefjast í kennslubókinni. Meginástæða þess er sú, að nemendur geta fundið glöggt samhengi milli kennslunnar og lexíulestursins. Skiptir þar ekki máli hvernig kennslustundin er annars skipulögð. ... Þegar að kennarinn er að vinna að undirbúningi sínum, verður hann oft að hverfa frá kennslubókinni til umfangs meira lesefnis – fræðibóka. Ekki er líklegt að hann finni meira sem hann hefur not fyrir, en honum ber að þekkja þetta efni til þess að hafa öruggari sýn yfir námsgreinina. ..... Margt verður hins vegar úrelt í þess háttar heimildum. Það er því mikilvægt að kennarinn fylgist vel með útgáfustarfi á þessu sviði. Kennarinn ætti að venja sig á að hafa skæri við höndina, þegar hann les. Gæti þetta orðið honum til gagns og ánægju. Það er ekki eins tímafrekt og ætla mætti að koma sér upp einföldu úrklippusafni.
T.d. segir um framkomu kennarans (bls.106) : ,,Framkona kennarans á öll að mótast af jákvæðu viðhorfi til nemendanna. Þeim þarf að vera ljóst að hann vill þeim vel, enda þótt hann þurfi öðru hverju að setja þeim skrift vegna afglapa í hegðun eða námi. Þess finnast þó mörg dæmi, að nemendur gefa lítt um slíkar áminningar og athugasemdir. Hitt er víst að framkoma kennarans skiptir máli...... Það er mikilvægt að kennari sé bæði skilningsríkur og þolinmóður. Hann þarf að sýna fyllstu aðgát bæði í kennslu og uppeldi.”
Síðan segir á bls 107 um kennarann sem fyrirmynd: ,, Því er oft haldið fram, að kennarinn eigi að vera góð fyrirmynd nemenda sinna. Þetta er að sjálfsögðu rétt, en þó er ekki úr vegi að minna á að það getur verið huggun fyrir nemendurna, að kennarinn er ekki alfullkominn vera. Þannig verður hann mannlegri. Í öllum samskiptum verður kennarinn að ganga á undan nemendum með góðu fordæmi. Nemendur kjósa helst að geta litið upp til kennara síns, og þeir vilja hafa hann í nokkurri fjarlægð”.
Um framsögn kennara segir (bls.109): Framsögn í kennslu gerir mjög miklar kröfur til framsagnar og þá jafnframt skýrleika í hugsun. Nemendurnir verða að heyra vel og skilja það sem kennarinn segir, og framsögnin verður að vera slík, að hún þreyti ekki nemendruna né sljógvi athygli þeirra”.
Um eftirlit og leiðréttingar (bls.134) segir um eftirlitið: ,,Eftirlitið á líka að vera nemendum hvöt til að leggja sig best fram í starfi. Þeir verða að gera sér ljóst, að nám þeirra heima eða í skóla verður innan skamms aðhugað vel og metið. Annað væri harla órúnsætt. Því skal ekki trúað að óreyndu, að nokkur nemandi líti á eftirlitið sem ógnun. Heilbrigður nemandi óskar þess jafnan að starf hans beri árangur. Hann vill, að kennarinn veiti því athygli, að hann hafi lagt sig fram, að honum hafi tekist að leysa verkefnið”.
Þetta finnst mér afar athyglivert en örvhent börn eru talin undir börn með aðra ágalla en áður er búið t.d. að tala um börn með hátternistruflanir. En um örvhent börn sendur (bls.152): Örvhentur nemandi lendir óneitanlega í nokkrum erfiðleikum í samfélgi, þar sem flest er miðað við notkun hægri handar. Þó er oft gert meira úr fötlun hinna örvhentu en ástæða er til. Börn sem fæðast með tilhneigingu til örvhendni, eru þegar innan skólaaldurs hvött til þess að beita hægri hendi. En þessi áhrif eru misjafnlega sterk við margvíslegar uppeldisaðstæður. Ætla má að af 100 byrjendum, sem skráðir eru í fyrsta bekk, séu 8 ótvírætt örvhendir. Tilhneigingin þessi er mjög missterk hjá einstaklingum, og því undir hælinn lagt, hvort hægt er að fá nemendurna til að beita hægri hendinni til langframa.
Frjáls tími er tími sem ekki var ætlaður undir neina sérstaka námsgrein og umsjónarkennarar sjá um tímann. Um slíka tíma er sagt (bls.189): ,,Frjáls tími á að bera svip skipulags og festu. Hann á ekki að vera neinn þvaðurstími eða samkomunefna, þar sem nemendur flytja eitthvað undirbúningslaust og ruglingslega. Þeir sem bera ábyrgð á dagskránni hverju sinni, eiga að gera sér ljóst, að áheyendur gera ákveðnar kröfur til gæðanna. Dómurinn á að vera mildur, þegar að nemandi leggur sig fram af litlum efnum. Svipuna má aftur reiða, þegar að greindur nemandi gerir skyldu sína”.
Ætli skólinn, kennslan, nemendurnir og kennararnir hafi breyst mikið síðan að þetta allt var skrifað árið 1963?
Um undirbúning kennslustundar segir (bls.97-99): ,,Undirbúningurinn á að hefjast í kennslubókinni. Meginástæða þess er sú, að nemendur geta fundið glöggt samhengi milli kennslunnar og lexíulestursins. Skiptir þar ekki máli hvernig kennslustundin er annars skipulögð. ... Þegar að kennarinn er að vinna að undirbúningi sínum, verður hann oft að hverfa frá kennslubókinni til umfangs meira lesefnis – fræðibóka. Ekki er líklegt að hann finni meira sem hann hefur not fyrir, en honum ber að þekkja þetta efni til þess að hafa öruggari sýn yfir námsgreinina. ..... Margt verður hins vegar úrelt í þess háttar heimildum. Það er því mikilvægt að kennarinn fylgist vel með útgáfustarfi á þessu sviði. Kennarinn ætti að venja sig á að hafa skæri við höndina, þegar hann les. Gæti þetta orðið honum til gagns og ánægju. Það er ekki eins tímafrekt og ætla mætti að koma sér upp einföldu úrklippusafni.
T.d. segir um framkomu kennarans (bls.106) : ,,Framkona kennarans á öll að mótast af jákvæðu viðhorfi til nemendanna. Þeim þarf að vera ljóst að hann vill þeim vel, enda þótt hann þurfi öðru hverju að setja þeim skrift vegna afglapa í hegðun eða námi. Þess finnast þó mörg dæmi, að nemendur gefa lítt um slíkar áminningar og athugasemdir. Hitt er víst að framkoma kennarans skiptir máli...... Það er mikilvægt að kennari sé bæði skilningsríkur og þolinmóður. Hann þarf að sýna fyllstu aðgát bæði í kennslu og uppeldi.”
Síðan segir á bls 107 um kennarann sem fyrirmynd: ,, Því er oft haldið fram, að kennarinn eigi að vera góð fyrirmynd nemenda sinna. Þetta er að sjálfsögðu rétt, en þó er ekki úr vegi að minna á að það getur verið huggun fyrir nemendurna, að kennarinn er ekki alfullkominn vera. Þannig verður hann mannlegri. Í öllum samskiptum verður kennarinn að ganga á undan nemendum með góðu fordæmi. Nemendur kjósa helst að geta litið upp til kennara síns, og þeir vilja hafa hann í nokkurri fjarlægð”.
Um framsögn kennara segir (bls.109): Framsögn í kennslu gerir mjög miklar kröfur til framsagnar og þá jafnframt skýrleika í hugsun. Nemendurnir verða að heyra vel og skilja það sem kennarinn segir, og framsögnin verður að vera slík, að hún þreyti ekki nemendruna né sljógvi athygli þeirra”.
Um eftirlit og leiðréttingar (bls.134) segir um eftirlitið: ,,Eftirlitið á líka að vera nemendum hvöt til að leggja sig best fram í starfi. Þeir verða að gera sér ljóst, að nám þeirra heima eða í skóla verður innan skamms aðhugað vel og metið. Annað væri harla órúnsætt. Því skal ekki trúað að óreyndu, að nokkur nemandi líti á eftirlitið sem ógnun. Heilbrigður nemandi óskar þess jafnan að starf hans beri árangur. Hann vill, að kennarinn veiti því athygli, að hann hafi lagt sig fram, að honum hafi tekist að leysa verkefnið”.
Þetta finnst mér afar athyglivert en örvhent börn eru talin undir börn með aðra ágalla en áður er búið t.d. að tala um börn með hátternistruflanir. En um örvhent börn sendur (bls.152): Örvhentur nemandi lendir óneitanlega í nokkrum erfiðleikum í samfélgi, þar sem flest er miðað við notkun hægri handar. Þó er oft gert meira úr fötlun hinna örvhentu en ástæða er til. Börn sem fæðast með tilhneigingu til örvhendni, eru þegar innan skólaaldurs hvött til þess að beita hægri hendi. En þessi áhrif eru misjafnlega sterk við margvíslegar uppeldisaðstæður. Ætla má að af 100 byrjendum, sem skráðir eru í fyrsta bekk, séu 8 ótvírætt örvhendir. Tilhneigingin þessi er mjög missterk hjá einstaklingum, og því undir hælinn lagt, hvort hægt er að fá nemendurna til að beita hægri hendinni til langframa.
Frjáls tími er tími sem ekki var ætlaður undir neina sérstaka námsgrein og umsjónarkennarar sjá um tímann. Um slíka tíma er sagt (bls.189): ,,Frjáls tími á að bera svip skipulags og festu. Hann á ekki að vera neinn þvaðurstími eða samkomunefna, þar sem nemendur flytja eitthvað undirbúningslaust og ruglingslega. Þeir sem bera ábyrgð á dagskránni hverju sinni, eiga að gera sér ljóst, að áheyendur gera ákveðnar kröfur til gæðanna. Dómurinn á að vera mildur, þegar að nemandi leggur sig fram af litlum efnum. Svipuna má aftur reiða, þegar að greindur nemandi gerir skyldu sína”.
Ætli skólinn, kennslan, nemendurnir og kennararnir hafi breyst mikið síðan að þetta allt var skrifað árið 1963?
Ummæli