Bókadómur
Marketing made easy Höfundur Kevin A. Epstein Entrepreneur,Canada. 2006 Paperback: 202 pages ISBN-10: 1-59918-017-0 ISBN-13: 978159918017 Inngangur Titill bókarinnar lýsir innihaldi bókarinnar vel. Hún fjallar um hvernig hægt er að auðvelda markaðssetningu. Höfundurinn Kevin Epstein er verkfræðingur að mennt og hefur sérhæft í markaðsfræðum að auki. Hann er útskrifaður úr Stanford University með MBA próf. Hann heldur úti vefsíðu og bloggsíðu , þar er umræða í skjalasafninu (e.category archives) þar sem hann tekur dæmi um góða og slæma markaðssetningu. Um bókina Bókinni er skipt í þrjá megin hluta, skipulagninguna, framkvæmdina og endurskoðun. Tveir viðaukar eru í bókinni, fullbúið markaðsskipulag og viðbótar markaðstæki. Hverjum hluta er skipt í kafla og undirgreinar hafa skilmerkilega skírskotun til innihaldsins. Vettvangur bókarinnar er bæði hagnaðarmarkaðssetning (profit) og sjálfbær markaðssetning (nonprofit). Hún tekur á ,,samtali” þess sem rekur fyrirtæki og þess sem nýtur þ...