Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2008

Bókadómur

Mynd
Marketing made easy Höfundur Kevin A. Epstein Entrepreneur,Canada. 2006 Paperback: 202 pages ISBN-10: 1-59918-017-0 ISBN-13: 978159918017 Inngangur Titill bókarinnar lýsir innihaldi bókarinnar vel. Hún fjallar um hvernig hægt er að auðvelda markaðssetningu. Höfundurinn Kevin Epstein er verkfræðingur að mennt og hefur sérhæft í markaðsfræðum að auki. Hann er útskrifaður úr Stanford University með MBA próf. Hann heldur úti vefsíðu og bloggsíðu , þar er umræða í skjalasafninu (e.category archives) þar sem hann tekur dæmi um góða og slæma markaðssetningu. Um bókina Bókinni er skipt í þrjá megin hluta, skipulagninguna, framkvæmdina og endurskoðun. Tveir viðaukar eru í bókinni, fullbúið markaðsskipulag og viðbótar markaðstæki. Hverjum hluta er skipt í kafla og undirgreinar hafa skilmerkilega skírskotun til innihaldsins. Vettvangur bókarinnar er bæði hagnaðarmarkaðssetning (profit) og sjálfbær markaðssetning (nonprofit). Hún tekur á ,,samtali” þess sem rekur fyrirtæki og þess sem nýtur þ...

Bókadómur

Mynd
Bókadómur og umfjöllun um bókina : Plug your business, marketing on MySpace, Youtube, blogs and podcasts. (ISBN nr: 978-0-9772406) Eftir Steve Weber Inngangur Um sögn um bókina Plug your business. Bókin var lesin með þeim gleraugum að þeir sem þurfa að koma fræðslu eða öðru efni á framfæri geti nýtt sér möguleika Netsins til að koma sér á framfæri. Höfundurinn Steve Weber er bandaríkjamaður og menntaður sem blaðamaður frá West Virginia University . Hann hefur gefið út 3 bækur og heldur úti 2 bloggsíðum, um eina af bókunum sínum og einni um bóksölu . Á þessum síðum eru umræður um bækurnar hans og hugmyndir tengdar þeim. Hann heldur einnig úr MySpace síðu, þar sem hann kynnir sig og áhugamál sín. Höfundurinn rekur einnig útgáfufyrirtæki , Weberbooks. Í viðtali hjá Small Press Blog segir Weber m.a. að hann hvernig neyðin kennir naktri konu að spinna en hann vildi koma bókinni sinni á framfæri og fór að skoða möguleikana á því hvernig það væri hægt án mikils kostnaðar. Um bóki...