Bókadómur
Marketing made easy
Höfundur Kevin A. Epstein
Entrepreneur,Canada. 2006
Paperback: 202 pages
ISBN-10: 1-59918-017-0
ISBN-13: 978159918017
Inngangur
Titill bókarinnar lýsir innihaldi bókarinnar vel. Hún fjallar um hvernig hægt er að auðvelda markaðssetningu.
Höfundurinn
Kevin Epstein er verkfræðingur að mennt og hefur sérhæft í markaðsfræðum að auki. Hann er útskrifaður úr Stanford University með MBA próf. Hann heldur úti vefsíðu og bloggsíðu , þar er umræða í skjalasafninu (e.category archives) þar sem hann tekur dæmi um góða og slæma markaðssetningu.
Um bókina
Bókinni er skipt í þrjá megin hluta, skipulagninguna, framkvæmdina og endurskoðun. Tveir viðaukar eru í bókinni, fullbúið markaðsskipulag og viðbótar markaðstæki.
Hverjum hluta er skipt í kafla og undirgreinar hafa skilmerkilega skírskotun til innihaldsins.
Vettvangur bókarinnar er bæði hagnaðarmarkaðssetning (profit) og sjálfbær markaðssetning (nonprofit). Hún tekur á ,,samtali” þess sem rekur fyrirtæki og þess sem nýtur þjónustu fyrirtækis. Höfundurinn tekur á bæði einföldum fyrirtækjum og markaðsetningu þeirra sem og stórum fyrirtækjum sem hafa marga ,,sölumenn”, þjónustu aðila.
Höfundurinn skrifar bókina beint til lesandans. Textinn er auðlesinn og óformlegur. Auðvelt er að fletta upp í bókinni þar sem heiti kafla og undirkafla er skýr. Áhersluorð eru feitletruð eða skáletruð. Engar myndir eru í bókinni en útskýringatöflur út frá texta eru nokkrar. Samantekt er í lok hvers kafla. Nákvæm atriðaorðaskrá er aftast í bókinni. Hugmyndir og reynsla höfundar koma vel fram í bókinni, t.d. segir hann frá atriðum sem hafa tekist vel í markaðssetningu en hann tekur einnig á nýjum þáttum eins og hvernig Netið getur nýst, eins hvernig samskipti við þátttakendur/neytendur er best komið á Netinu.
Innihald
Skipulagningarhlutinn segir til um: hvernig á að huga að markaðsstöðu, hvernig á að meta aðstæður í dag, hvernig á að horfast í augu við framtíðina og að lokum hvernig á að gera markaðsáætlun í það umhverfi sem er á hverjum tíma.
Framkvæmdarhluti bókarinnar segir til um það hvernig á að framkvæma áætlunina, einnig hvernig á að koma af stað skilningi á þjónustu fyrirtækisins, hvernig á að nota upplýsingarnar til að greina góðar og slæmar horfur. Að lokum að skerpa á hvernig unnið er að sölu/þjónustu og fá fólk til að snúa sér að þínu fyrirtæki.
Síðasti hluti bókarinnar fjallar um endurskoðun. Hvernig á að halda áfram og viðhalda sölu-/þjónustuferli, hvernig á að verjast samkeppni, hvernig á að þróa tengsl við samkeppnisaðilann, hvernig á að komast hjá algegnum mistökum í markaðssetningu og halda sjó í markaðsumhverfinu.
Umsögn
Bókin er skrifuð af höfundi með reynslu, hann segir bæði hvað virkar og virkar ekki og hvers vegna. Bókin er vel uppsett og aðgengileg.
Kosturinn við bókina er að dæmin sem höfundurinn tekur eru vel útfærð og skýr. Hann kynnir vel p-in fjögur, varan (e. product), verðið (e.price), ferlarnir (e.promotion) og vettvanginn (e. placement). Hann útskýrir einnig hvernig c-in þrjú; fyrirtækin (e.company), viðskiptavinirnir (e. customers) og keppendurnir (e. competitors) geta unnið með p-unum. Þetta er sett upp í töflur og skýrt út hvernig þetta getur unnið saman og myndað heild. Þá fer höfundurinn í gegnum það hvernig SVOT-kerfið (styrkleiki, veikleiki, ógnangir og tækifæri) vinnur síðan með niðustöðunum sem fást úr skoðuninni á p- og c-unum.
Í framkvæmdakaflanum segir höfundur fá aðferðum sem gefa góða raun og víkur sérstaklega að nýjungum í markaðsetningu, eins og á Netinu. Hann segir að það eigi að fara hægt af stað, láta nærumhverfið vita af sér, nota ,,veiru”-markaðssetningu (e. viral marketing) sem gengur t.d. út að að einn segir öðrum eða að þátttakendur fá afslátt ef að þeir útvega fleiri til þátttöku á námskeiðum. Hann tilgreinir einnig mikilvægi félaga í samtökum þar sem þjónustan höfði til félaganna, hann segir frá möguleikum bloggsamfélaga. Hann tilgreinir mátt auglýsinganna og mismunandi tegundir auglýsinga. Einnig er vel farið í það hvernig er gott að mynda tengslanet og viðhalda því. Hvernig á að vinna sigra í markaðssetningunni. Kaflanum lýkur með því að segja: Engin óðagot (e. Don´t panic). Sá sem fylgir því, heldur höfði þegar allir í kring fjúka um í mótvindinum þegar hann blæs.
Í seinasta hluta bókarinnar segir höfundurinn frá því hvernig á að endurskoða ferlin sem hafa verið farinn. Í viðbótum sem fylgja bókinni eru afar skýr dæmi um það hvernig á að setja upp markaðsáætlanir í smáatriðum. Þar eru góð og gegnsædæmi, það er kostur. Annar kostur við bókina er að hún byggir á samfellu í markaðssetningu.
Eini gallinn við bókina sem getur þó líka verið kostur er að höfundurinn endurtekur hlutina stundum með nýjum orðum en sama hugmynd er í grunninn.
Bókin gagnast bæði nýliðum og þeim sem að hafa einhverja reynslu af markaðsstarfi. Höfundurinn leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og sýnileika. Að menn vinni skipulega og meti árangurinn af sinni vinnu. Hún er þannig hvati til að gera vel, vinna skipulega, sýna trúverðugleika og ná árangri.
Slóð að bókinni á Amazon.com: http://www.amazon.com/Marketing-Made-Easy-Kevin-Epstein/dp/1599180170
Heimildir aðrar en bókin sjálf:
Vefsíður
http://www.stupidmarketing.com/
http://blog.stupidmarketing.com/
Heimildir við bókadómaskrif:
http://library.queensu.ca/research/guide/book-reviews/how-write
http://www.sagepub.com/upm-data/12161_AEQ_Book_Review_Guidelines.pdf
Höfundur Kevin A. Epstein
Entrepreneur,Canada. 2006
Paperback: 202 pages
ISBN-10: 1-59918-017-0
ISBN-13: 978159918017
Inngangur
Titill bókarinnar lýsir innihaldi bókarinnar vel. Hún fjallar um hvernig hægt er að auðvelda markaðssetningu.
Höfundurinn
Kevin Epstein er verkfræðingur að mennt og hefur sérhæft í markaðsfræðum að auki. Hann er útskrifaður úr Stanford University með MBA próf. Hann heldur úti vefsíðu og bloggsíðu , þar er umræða í skjalasafninu (e.category archives) þar sem hann tekur dæmi um góða og slæma markaðssetningu.
Um bókina
Bókinni er skipt í þrjá megin hluta, skipulagninguna, framkvæmdina og endurskoðun. Tveir viðaukar eru í bókinni, fullbúið markaðsskipulag og viðbótar markaðstæki.
Hverjum hluta er skipt í kafla og undirgreinar hafa skilmerkilega skírskotun til innihaldsins.
Vettvangur bókarinnar er bæði hagnaðarmarkaðssetning (profit) og sjálfbær markaðssetning (nonprofit). Hún tekur á ,,samtali” þess sem rekur fyrirtæki og þess sem nýtur þjónustu fyrirtækis. Höfundurinn tekur á bæði einföldum fyrirtækjum og markaðsetningu þeirra sem og stórum fyrirtækjum sem hafa marga ,,sölumenn”, þjónustu aðila.
Höfundurinn skrifar bókina beint til lesandans. Textinn er auðlesinn og óformlegur. Auðvelt er að fletta upp í bókinni þar sem heiti kafla og undirkafla er skýr. Áhersluorð eru feitletruð eða skáletruð. Engar myndir eru í bókinni en útskýringatöflur út frá texta eru nokkrar. Samantekt er í lok hvers kafla. Nákvæm atriðaorðaskrá er aftast í bókinni. Hugmyndir og reynsla höfundar koma vel fram í bókinni, t.d. segir hann frá atriðum sem hafa tekist vel í markaðssetningu en hann tekur einnig á nýjum þáttum eins og hvernig Netið getur nýst, eins hvernig samskipti við þátttakendur/neytendur er best komið á Netinu.
Innihald
Skipulagningarhlutinn segir til um: hvernig á að huga að markaðsstöðu, hvernig á að meta aðstæður í dag, hvernig á að horfast í augu við framtíðina og að lokum hvernig á að gera markaðsáætlun í það umhverfi sem er á hverjum tíma.
Framkvæmdarhluti bókarinnar segir til um það hvernig á að framkvæma áætlunina, einnig hvernig á að koma af stað skilningi á þjónustu fyrirtækisins, hvernig á að nota upplýsingarnar til að greina góðar og slæmar horfur. Að lokum að skerpa á hvernig unnið er að sölu/þjónustu og fá fólk til að snúa sér að þínu fyrirtæki.
Síðasti hluti bókarinnar fjallar um endurskoðun. Hvernig á að halda áfram og viðhalda sölu-/þjónustuferli, hvernig á að verjast samkeppni, hvernig á að þróa tengsl við samkeppnisaðilann, hvernig á að komast hjá algegnum mistökum í markaðssetningu og halda sjó í markaðsumhverfinu.
Umsögn
Bókin er skrifuð af höfundi með reynslu, hann segir bæði hvað virkar og virkar ekki og hvers vegna. Bókin er vel uppsett og aðgengileg.
Kosturinn við bókina er að dæmin sem höfundurinn tekur eru vel útfærð og skýr. Hann kynnir vel p-in fjögur, varan (e. product), verðið (e.price), ferlarnir (e.promotion) og vettvanginn (e. placement). Hann útskýrir einnig hvernig c-in þrjú; fyrirtækin (e.company), viðskiptavinirnir (e. customers) og keppendurnir (e. competitors) geta unnið með p-unum. Þetta er sett upp í töflur og skýrt út hvernig þetta getur unnið saman og myndað heild. Þá fer höfundurinn í gegnum það hvernig SVOT-kerfið (styrkleiki, veikleiki, ógnangir og tækifæri) vinnur síðan með niðustöðunum sem fást úr skoðuninni á p- og c-unum.
Í framkvæmdakaflanum segir höfundur fá aðferðum sem gefa góða raun og víkur sérstaklega að nýjungum í markaðsetningu, eins og á Netinu. Hann segir að það eigi að fara hægt af stað, láta nærumhverfið vita af sér, nota ,,veiru”-markaðssetningu (e. viral marketing) sem gengur t.d. út að að einn segir öðrum eða að þátttakendur fá afslátt ef að þeir útvega fleiri til þátttöku á námskeiðum. Hann tilgreinir einnig mikilvægi félaga í samtökum þar sem þjónustan höfði til félaganna, hann segir frá möguleikum bloggsamfélaga. Hann tilgreinir mátt auglýsinganna og mismunandi tegundir auglýsinga. Einnig er vel farið í það hvernig er gott að mynda tengslanet og viðhalda því. Hvernig á að vinna sigra í markaðssetningunni. Kaflanum lýkur með því að segja: Engin óðagot (e. Don´t panic). Sá sem fylgir því, heldur höfði þegar allir í kring fjúka um í mótvindinum þegar hann blæs.
Í seinasta hluta bókarinnar segir höfundurinn frá því hvernig á að endurskoða ferlin sem hafa verið farinn. Í viðbótum sem fylgja bókinni eru afar skýr dæmi um það hvernig á að setja upp markaðsáætlanir í smáatriðum. Þar eru góð og gegnsædæmi, það er kostur. Annar kostur við bókina er að hún byggir á samfellu í markaðssetningu.
Eini gallinn við bókina sem getur þó líka verið kostur er að höfundurinn endurtekur hlutina stundum með nýjum orðum en sama hugmynd er í grunninn.
Bókin gagnast bæði nýliðum og þeim sem að hafa einhverja reynslu af markaðsstarfi. Höfundurinn leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og sýnileika. Að menn vinni skipulega og meti árangurinn af sinni vinnu. Hún er þannig hvati til að gera vel, vinna skipulega, sýna trúverðugleika og ná árangri.
Slóð að bókinni á Amazon.com: http://www.amazon.com/Marketing-Made-Easy-Kevin-Epstein/dp/1599180170
Heimildir aðrar en bókin sjálf:
Vefsíður
http://www.stupidmarketing.com/
http://blog.stupidmarketing.com/
Heimildir við bókadómaskrif:
http://library.queensu.ca/research/guide/book-reviews/how-write
http://www.sagepub.com/upm-data/12161_AEQ_Book_Review_Guidelines.pdf
Ummæli