Bókadómur
Bókadómur og umfjöllun um bókina:
Plug your business, marketing on MySpace, Youtube, blogs and podcasts.
(ISBN nr: 978-0-9772406)
Eftir Steve Weber
Inngangur
Um sögn um bókina Plug your business. Bókin var lesin með þeim gleraugum að þeir sem þurfa að koma fræðslu eða öðru efni á framfæri geti nýtt sér möguleika Netsins til að koma sér á framfæri.
Höfundurinn
Steve Weber er bandaríkjamaður og menntaður sem blaðamaður frá West Virginia University .
Hann hefur gefið út 3 bækur og heldur úti 2 bloggsíðum, um eina af bókunum sínum og einni um bóksölu . Á þessum síðum eru umræður um bækurnar hans og hugmyndir tengdar þeim. Hann heldur einnig úr MySpace síðu, þar sem hann kynnir sig og áhugamál sín. Höfundurinn rekur einnig útgáfufyrirtæki , Weberbooks.
Í viðtali hjá Small Press Blog segir Weber m.a. að hann hvernig neyðin kennir naktri konu að spinna en hann vildi koma bókinni sinni á framfæri og fór að skoða möguleikana á því hvernig það væri hægt án mikils kostnaðar.
Um bókina
Bókin, Plug your business, er gefin út 2007, í pappírskiljuformi og er 148 blaðsíður. Blaðsíðufjöldinn segir ekki allt, því vitnað er í margar vefsíður sem þarf að skoða meðan bókin er lesin.
Titill og innihald bókarinnar eru greinagóðar og samhljóma. Uppbygging bókarinnar er þannig að hver kafli er um ákveðið efni og lýkur umfjöllun um það í lok hvers kafla. Bókin er kennslubók, skiptist í 15 kafla og er heiti kaflana lýsandi fyrir innihald þeirra. Millifyrirsagnir eru afar skýrar og gegnsæjar. Fáar myndir eru í bókinni en nokkuð er vísað í vefsíður sem tengjast beint innihaldi textans og útskýringum. Þetta vinnur afar vel saman í bókinni.
Vettvangur bókarinnar er að leiða lesandann inn í þann hluta heim Netsins sem lýtur að því að koma eigin efni á framfæri þar. Útgangspunktur bókarinnar er að leggja áherslu á að það kosti sem minnst eða nánast ekkert að ,,auglýsa”, kynna sig á Netinu. Bókin segir frá aðferðum þar að lútandi. Höfundurinn talar til lesandans og textinn er lipur og óformlegur.
Höfundur bókarinnar tekur fram að hún er ekki tæmandi fyrir þau tækifæri sem gefast á Netinu, einnig tekur hann sérstaklega fram að þær vefsíður sem hann bendir á og kynnir möguleika þeirra komi ekki á neinn hátt að útgáfubókarinnar. Það sem höfundurinn notar til grundvallar eru þau verkfæri sem til eru á Netinu og hann kynnir þau eins og þau eru, hann tekur ekki ábyrgð á verkfærunum sem slíkum. Höfundurinn er að kynna möguleika Netsins á fríum ,,auglýsingum” – kynningu á fyrirtæki í hvers konar merkinu þess orðs, einkafyrirtæki, félagasamtök eða einstaklingar að koma sjálfum sér á framfæri. Hann byggir á Web 2.0 vefverkfærum og félagslegum nettengingum (social networking) þar sem þátttakendur þurfa að skrá sig hjá viðkomandi þjónustu (create profile) til þess að geta fundið aðra eins, með sömu ,,áhugamál”, þarfir og tengjast þannig. Dæmi um þetta er t.d. MySpace. Höfundurinn leggur áherslu á að það sé ekki hægt að renna í gegnum þessa bók heldur þurfi að lesa hana og prófa þau verfæri sem hann bendir á til þess að eitthvað gagn sé í bókinni. Með því er lesandinn að læra og prófa eitthvað nýtt.
Innihald bókarinnar
Bókin inniheldur 15 kafla og eru kaflaheitin lýsandi fyrir innihald þeirra.
Í hverju kafla er kynnt til sögunnar nýtt viðfangsefni og undirkaflarnir eru vel afmarkaðir.
Í kaflanum um tengslanet eins og MySpace er kynnt hvernig það virkar og hvaða möguleika það gefur til að ná athygli sem flestra.
Í kaflanum um hvernig á að byggja upp vefsíður ef farið í það hvað er það sem eru grundvallaratriði sem þarf að huga að ef lesandinn vill fara inn á þær brautir
Í kaflanum um ,,blogg” - dagbókarskrif – er farið í það hvað blogg er og kosti þess, hvernig best er að koma sér á framfæri með slíku verkfæri. Hverju þarf að huga að þegar skrifað er og ýmis heilræði þar að lútandi.
Kaflinn um ferðalag í bloggheimum (blog tours) eru ráð hvernig best er að koma fram í bloggheimum hvað varðar samtöl á slíkum síðum
Margmiðlunarkaflinn fjallar um hvernig hægt er að markaðssetja sig með myndböndum og setja út á Netið t.d. á YouTube.com
,,Tag – möguleikinn” er einn kaflinn og þar er sagt frá því hvernig merkimiðar - ,,tögg” virka en það eru lýsigögn (metadatagögn) sem er saman safn af því sem þú hefur fundið á Netinu um ákveðið efni.
Kaflinn, félagslegi frumskógurinn (The social jungle) á Netinu er kynntur til sögunar í þessum kafla. Þar er farið í gegnum það hvernig hægt er að kynna sig á Netinu í gegnum félagsleg net og notar þar Amazon.com sem dæmi. Í þessum kafla er lögð áhersla á beina markaðssetningu, meira en t.d. á MySpace. Félagslega netið er skoðað út frá öðru sjónarhorni.
Í kaflanum um leit á Netinu er fjallað um hvernig leitarvélar hafa þróast og hvaða möguleikar eru í stöðunni að koma sér á framfæri með ýmsum félagslegum ,,bókamerkjum” (social bookmarking) eins og t.d. del.icio.us
Að koma sér á framfæri og láta fylgjast með sér á Netinu er eitt af því sem er mest í þróun þessa dagana á Netinu að mati höfundar og í kaflanum um hvernig hægt er að koma sér á framfæri samtímis á mörgum stöðum (syndicating your content).
Að skapa sér tekjur á Netinu með auglýsingum er einn kafli í bókinni. Þar er aðeins opnaður gluggi að því hvernig hægt er að skapa sér tekjur á vefsíðum, sem og að auglýsa á Netinu hvaða leiðir eru færar og miðað er þá við ,,ódýrar” heimagerðar auglýsingar.
Möguleikinn PPC-auglýsing (Pay-per-click advertising) er vel kynntur í þessum kafla þar sem kynnt er hvernig hægt er að aulýsa á Netinu og borga einungis fyrir auglýsinguna ef hún er notuð þ.e.a.s. aulgýsandinn borgar bara auglýsinguna á Netinu ef smellt er á hana.
Kraftatæki (power tools) er kafli um það hversu nauðsynlegt er að skilja hegðun þeirra sem skoða vefsíðurnar þína. Þarna er m.a. fjallað um ókeypis teljara fyrir vefsíður og hvernig þeir vinna. Einnig er fjallað um hvaða þýðingu lykilorð á vefsíðu hafa.
Siðferði markaðssetningar á Netinu. Orðstír er eitt af því sem er nauðsynlegt að huga að í viðskiptum. Í þessum kafla er þetta aðeins reyfað.
Umsögn
Bókin var lesin með þeim gleraugum hvernig hægt væri að koma fræðslu og fræðslutilboðum á framfæri á Netinu.
Bókin er auðlesin og tekur á nokkrum þáttum í markaðssetningu á Netinu. Bókin veitir innsýn í þann frumskóg sem Netið er og kynnir ýmsa möguleika þar sem fela ekki í sér mikinn útlagðan kostnað, heldur frekar tíma og hugkvæmni í að koma sér eða efni á framfæri á Netinu.
Bókin gagnast þeim sem að vilja koma sér á framfæri á Netinu og kunna ekki mikið á þann frumskóg. Hún kemur fólki af stað og kynnir fyrir því möguleika og segir hvernig hægt er að bera sig að.
Kaflarnir í bókinni eru mislagnir og fara afar misdjúpt í efnið. Öll bókin ber merki þess að þetta er einungis kynning á þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og er greinilega skrifuð af þeim sem hefur ekki sérfræðiþekkingu á efninu heldur skrifar útfrá eigin reynslu og hvað gagnast vel. Þetta hentar sem byrjendaferli á Netinu og fyrir þá sem að hafa litla sem enga þekkingu á frumskógi Netsins.
Kosturinn við bókina er að hún er frekar auðveld aflestrar og hún vísar á margar vefsíður og hvetur lesandann til að kynna sér þær. Höfundurinn bendir á kosti vefsíðanna. Bókin kemur lítið að gagni nema að fara eftir þessum leiðbeiningum því það þarf að skilja hvað höfundurinn er að fara.
Gallinn við bókina er sá að hún veður svolítið úr einu í annað, kaflarnir eru grunnir og kynna aðeins upphaf hverrar vefsíðu en leiða ekki lesandann í gegnum allt ferlið þ.e.a.s. frá því að skrá sig og til þess að ,,fídusinn” virki. Oft eru góðar leiðbeiningar hjá vefkerfunum sjálfum sem hægt er að vinna eftir.
Þó svo að bókin sé gefin út 2007, en nú er 2008, er svo margt sem breytist á Netinu og margt nýtt komið í staðinn og orðið vinsælla í dag en var þá. Má þar nefna t.d. að Facebook (sambærilegt og MySpace – félagslegt netsamfélag) er orðið afar vinsælt í dag en var ekki í fyrra.
Ef litið er á þessa bók sem byrjunarskref til þess að koma sér á framfæri á Netinu er hún góð til slíks brúks, kynnir marga möguleika sem til eru og kveikir á nýjum spurningum um aðra möguleika á Netinu. Hún er þannig hvati til að halda áfram og leita nýrra leiða.
Slóð að bókinni á Amazon: http://www.amazon.com/Business-Marketing-MySpace-podcasts-networks/dp/0977240622
Heimildaskrá:
Bók:
Weber, S. (2007). Plug Your Business; Marketing on MySpace, Youtube, blogs and podkast and other Wec 2.0 social networks. Falls Church,Virginia:Weber Books
Vefsíður sem vitnað er í:
Allar vefsíðurnar eru sóttar 08.10.2008.
MySpace,höfundar: http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=179861939
Netblað: http://smallpress.typepad.com/
Útgáfufyrirtæki:http://www.weberbooks.com/
Útgáfufyrirtæki: http://www.weberbooks.com/publish.htm
Útgáfufyrirtæki:http://www.weberbooks.com/selling/selling.htm
Útgáfufyrirtæki:http://www.weberbooks.com/profile.htm
Viðtal: http://smallpress.typepad.com/index/2007/07/steve-weber-on-.html
West Virginia Háskólinn: http://www.wvu.edu/
Ummæli