Spegluð kennsla - flipped learning
Í dag gafst mér tækifæri á að fara í Keili og taka þátt í ráðstefnunni um Speglaða kennslu. Spegluð kennsla er þýtt úr flipped learning. Í stuttu máli gengur aðferðin út á að kennslan er tekin upp og nemendur hlusta á innlögn af myndbandi, í kennslustund, heima eða annars staðar þegar þeim hentar. Lögð er síðan áhersla á að í skólanum nýti nemendur tímann í að vinna úr því efni sem kennarinn hefur lagt fyrir þá og nýtur þá aðstoðar kennarans. Kennarinn leggur fram kennsluáætlanir og verkefni sem og próf og annað sem tilheyrir námi nemenda. Þá þarf að hafa aðgang að tæknibúnaði og plássi til að geyma efni sem og að setja það á vefinn þannig að efni sé nemendum aðgengilegt. Þá kynnti Mentor hvernig þau eru að þróa kerfið hjá sér í takt við nýja tíma og það verður spennandi að sjá hvað gerist þar og hvað sveitarfélagið ætlar að kaupa mikla þjónustu hjá þeim. Á eftir fyrirlestrunum voru umræðuhópar - þar heyrði ég í kennurum sem eru búnir að prófa speglaða kennslu og eru að þróa...