Spegluð kennsla - flipped learning

Í dag gafst mér tækifæri á að fara í Keili og taka þátt í ráðstefnunni um Speglaða kennslu.





Spegluð kennsla er þýtt úr flipped learning. Í stuttu máli gengur aðferðin út á að kennslan er tekin upp og nemendur hlusta á innlögn af myndbandi, í kennslustund, heima eða annars staðar þegar þeim hentar. Lögð er síðan áhersla á að í skólanum nýti nemendur tímann í að vinna úr því efni sem kennarinn hefur lagt fyrir þá og nýtur þá aðstoðar kennarans. Kennarinn leggur fram kennsluáætlanir og verkefni sem og próf og annað sem tilheyrir námi nemenda. Þá þarf að hafa aðgang að tæknibúnaði og plássi til að geyma efni sem og að setja það á vefinn þannig að efni sé nemendum aðgengilegt.

Þá kynnti Mentor hvernig þau eru að þróa kerfið hjá sér í takt við nýja tíma og það verður spennandi að sjá hvað gerist þar og hvað sveitarfélagið ætlar að kaupa mikla þjónustu hjá þeim.

Á eftir fyrirlestrunum voru umræðuhópar - þar heyrði ég í kennurum sem eru búnir að prófa speglaða kennslu og eru að þróa fyrir sínar námsgreinar og sína skóla - það var mjög spennandi margt af því. Ég var dálitið eins og eintrjáningur þarna því úr skólunum voru oftast nokkrir kennarar til að hlusta og kanna og meta hvort þetta er eitthvað sem þeirra skóli ætti að halda áfram með eða byrja á - það var mjög gaman að hlusta og taka þátt í umræðunum.  Innleiðing upplýsingatækni var þar í forgrunni sem og spjaldtölvuvæðing skólanna. Menn eru greinilega að reyna að finna/þróa kennsluna hjá sér í takt við nýja tíma og skoða möguleika tækninnar til að nemendur geti notað spjaldtölvurnar sínar, símana sína sem og önnur margmiðlunartæki. Einnig var rætt hvernig hægt er að jafna námsmöguleika nemenda sem hafa ekki fjármagn til að kaupa margmiðlunartæki eða skilning foreldra á tækninni. Þá var einnig umræða um endurmenntun/nýmenntun kennaranna sjálfra, margir skóla hafa farið þá leið að afhenda kennurum sem hafa áhuga á að vinna með tæknina spjaldtölvur til að æfa sig á og sjá hvort þeir geti notað slík tæki í sinni vinnu. Ekki eru þá keyptar spjaldtölvur fyrir alla nemendur skólans.

Ég læt hér fylgja linka á efni tengt efni þessarar ráðstefnu ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur þetta frekar

Hvað er spegluð kennsla ? http://www.youtube.com/watch?v=Lmp6aI21m4Y

Hvernig eru fyrirlestrar í speglaðri kennslu ?  http://www.youtube.com/watch?v=KFlD_6b5MtE

Hvernig virkar spegluð kennsla fyrir nemendur ? http://www.youtube.com/watch?v=ZbY9M8ddGfI

Námstækni og námsráðgjöf http://www.youtube.com/watch?v=pTGVccv4L00

Er munur á speglaðri kennslu eftir áföngum/námsgreinum ? http://www.youtube.com/watch?v=djB_SRLVHLQ

Hvað þarf til ? http://www.youtube.com/watch?v=LI6k7-FV7n4

Hvernig stuðlar spegluð kennsla að virkri þátttöku nemenda? http://www.youtube.com/watch?v=9ejlB7-vc5U

ýmis erlend myndbönd á youtube um flipped classroom http://www.youtube.com/watch?v=2H4RkudFzlc

ýmis myndbönd http://flippedclassroom.org/video

Vefsíður:
http://www.flippedclassroom.com/

http://flippedclassroom.org/

http://flipped-learning.com/

Annað áhugavert tengt þessu:

,,Höfundar" - speglaðrar kennslu eru http://www.flippedclassroom.com/about.php

http://www.knewton.com/flipped-classroom/

http://en.wikipedia.org/wiki/Flip_teaching

http://prezi.com/-vbtn0xnnyzx/my-flipped-classroom/

http://net.educause.edu/ir/library/pdf/eli7081.pdf

http://www.huffingtonpost.com/mark-frydenberg/the-flipped-classroom-its_b_2300988.html

Ég vona að þessir tenglar hafi vakið áhuga og forvitni ykkar.
Ég vil einnig þakka fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði og langar að benda á að það er nauðsynlegt að sækja slíka fundi og það verður að tryggja að skólastarf í skólanum sé í takt við það sem er að gerast í skólamálum.
Það er ljóst í mínum huga ef skólastarf í Bláskógabyggð á að standast nútímakröfur og veita hugsanlega bestu kennsluna - þá þarf að gefa kennurum kost á að taka þátt í þeim námskeiðum og ráðstefnum sem eru í boði og vekja áhuga þeirra.

Svo mörg voru þau orð að þessu sinni
Góðar stundir

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky