Selið Bláskógaskóla Reykholti og í leikskólanum Álfaborg Reykholti
Selið er dægradvöl fyrir nemendur leikskólans Álfaborgar og grunnskólans Bláskógaskóla Reykholti í Bláskógabyggð. Í vetur hafa báðir skólarnir starfað undir sama þaki í húsnæði Bláskógaskóla þar sem húsnæði Álfaborgar var lokað vegna myglu fyrir nokkru síðar. Selið hefur ekki sérstakt húsnæði undir starfsemina heldur er húsnæði skólanna nýtt. Þátttaka í dægradvölinni/frístundinni er gjaldfrjáls fyrir nemendur. Markmið Markmið Selsins er fjórþætt. 1. Að brúa bilið frá því að kennslu í grunnskólanum lýkur á daginn og nemendur bíða eftir skólaakstri heim tvo daga í viku. 2. Að tengja saman yngstu nemendur grunnskólans þ.e. 1.-4.bekk og tvo elstu árganga leikskólans. 3. Einnig er markmið Selsins að styðja grunnskólanemendurna við ,,heimanám“ og ólokin verkefni auk þess að sinna heimalestri. 4. Að tengja íþróttastarf ungmennafélags Biskupstungna við starfssemi grunnskólans og bjóða nemendum í 1. – 4. bekk upp á æfingar á skólatíma. Tími Samkv...