Selið Bláskógaskóla Reykholti og í leikskólanum Álfaborg Reykholti






 Selið er dægradvöl fyrir nemendur leikskólans Álfaborgar og grunnskólans Bláskógaskóla Reykholti í Bláskógabyggð. Í vetur hafa báðir skólarnir starfað undir sama þaki í húsnæði Bláskógaskóla þar sem húsnæði Álfaborgar var lokað vegna myglu fyrir nokkru síðar. Selið hefur ekki sérstakt húsnæði undir starfsemina heldur er húsnæði skólanna nýtt.
Þátttaka í dægradvölinni/frístundinni er gjaldfrjáls fyrir nemendur.

Markmið

Markmið Selsins er fjórþætt.
1. Að brúa bilið frá því að kennslu í grunnskólanum lýkur á daginn og
nemendur bíða eftir skólaakstri heim tvo daga í viku.
2. Að tengja saman yngstu nemendur grunnskólans þ.e. 1.-4.bekk og
tvo elstu árganga leikskólans.
3. Einnig er markmið Selsins að styðja grunnskólanemendurna við
,,heimanám“ og ólokin verkefni auk þess að sinna heimalestri.
4. Að tengja íþróttastarf ungmennafélags Biskupstungna við starfssemi
grunnskólans og bjóða nemendum í 1. – 4. bekk upp á æfingar á
skólatíma.



Tími
Samkvæmt stundatöflu Bláskógaskóla er um að ræða 5 kennslustundir á
viku sem Selið hefur til umráða. Ungmennafélagið bauð upp á íþróttaskóla
í vetur fyrir 1. – 4.bekk
Starfsemi leikskólans var aðlöguð að stundatöflu grunnskólans á þessum
dögum og var sameiginlegur tími grunnskólans og leikskólans á fimmtudögum þetta árið




Kostnaður

Selið er dægradvöl fyrir grunnskóla nemendur eftir að hefðbundnu
skólastarfi lýkur. Dvölin í dægradvölinni/frístundin hefur verið foreldrum að kostnaðarlausu.Hjá leikskólanemendum hefur Selið verið hluti af starfi skólans og innifalið í greiðslu foreldra.Rekstur Selsins hefur því skipst milli stofnanna. Hlutdeildarskiptingin hefur verið á forræði stjórnenda stofnanna og umsjónarmenn ekki komið nálægt því. Foreldrar greiða sérstaklega fyrir íþróttaskóla Ungmennafélagsins.

Nemendur


Nemendur á Krummakletti í Álfaborg tóku allir þátt í Selinu. Nemendum Bláskógaskóla þurftu að skrá sig í Selið þar sem að það er ekki skylda. Niðurstaðan varð sú að allir nemendur skráðu sig á endanum í Selið og tóku þátt. Þeir örfáu sem skráðu sig ekki í upphafi komu inn síðar og
var það einkum vegna þeirra verkefna sem boðið var upp á í Selinu. Þá voru nokkir sem mættu stundum ekki vegna ýmissa æfinga sem þeir stunda á Selfossi. 

Aldurskipting nemenda

Í upphafi vetrar var nemendaskiptingin eins og hér segir.


Nemendaskiptingin var aðeins breytileg þar sem að nemendur fluttu í burtu og nýir komu í staðinn. Í lok vetrar voru nemendur um 44 samtals.
·         Fjöldi barna í upphafi starfsins

o   Álfaborg
§  4 ára  5 nemendur
§  5 ára  5 nemendur
·         Alls 10 nemendur frá Álfaborg
o   Bláskógaskóli Reykholti
§  1. bekkur   11 nemendur
§  2.bekkur      8 nemendur
§  3.bekkur     10 nemendur
§  4.bekkur       5 nemendur
·         Alls 34 nemendur frá Bláskógaskóla
§  Samtals 44 nemendur í Selinu þennan veturinn

Starfsmenn
Skólastjórar skólanna báru ábyrgð á starfi Selsins en Agla Snorradóttir grunnskólakennari var ráðinn faglegur umsjónarmaður starfsins fyrir hönd Bláskógaskóla og Guðbjörg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Álfaborg var fyrir hönd Álfaborgar. Stuðningsfulltrúar og leikskólastarfsmenn sinntu einnig starfinu í Selinu.


Viðfangefni vetrarins:

Í vetur var lagt fyrst upp með að nemendur léku sér úti í frjálum leik, einkum þegar veðrið var gott. Þegar vetur gekk í garð vorum við meira innivið og boðið upp á ýmis verkefni. Stundum var nemendum skipt í hópa og stundum gátu nemendur valið sér í hópa eftir viðfangsefnum.
Meðal annars var boðið    Búa til slím og leika sér með það
  • ·         Búa til dúska og skreyta skólann
  • ·         Búa til skrímsli úr salernisrúllum
  • ·         Búa til skraut úr saltdegi
  • ·         Perla úr Hamaperlum, ýmist frjálst eða eftir myndum
  • ·         Vinna með filt og búa til ýmsar fígúrur úr því
  • ·         Búa til vinabönd
  • ·         Æfa sig að sauma á saumavél
  • ·         Vefa úr bómullarbolum á húllahring
  • ·         Læra að prjóna garðaprjón
  • ·         Teikna og lita með mismunandi litum og aðferðum
  • ·         Búa til jólaskrautshringjalengju til að skreyta skólann fyrir jólin
  • ·         Spila á spil og leggja kapal
  • ·         Lita og klippa út dúkkulísur
  • ·         Æfa sig á lyklaborð í tölvum á bókasafni
  • ·         Fara í leiki í tölvum og/eða spjaldtölvum
  • ·         Búa til alls konar jólakort
  • ·         Leika með Kapplakubba
  • ·         Fara í búningaleik með búningum sem skólinn hefur eignast í vetur
  • ·         Fara út í fóltbolta (með Ingva – sem var dómarinn)
  • ·         Fara út að leika í frjálsum leik
  • ·         Göngutúr um Reykholt og nágrenni
  • ·         Búa til líkan af Reykholtshverfinu
  • ·         Búa til blóm fyrir konudaginn
  • ·         Heimsækja fyrirtæki í Reykholti t.d. Kvista
  • ·         Bíósýningar (tvær)
  • ·         Og ýmislegt annað



Starfið
Selið starfaði í 5 kennslustundir og var miðað við stundatöflu grunnskólans.
Leikskólinn Álfaborg var með í 2 kennslustundum af þessum fimm og voru þau með á fimmtudögum. Ungmennafélagið bauð einnig upp á íþróttatíma fyrir nemendur grunnskólans í þriðjudagstímanum.

Í upphafi skólaársins funduðu umsjónarmenn starfsins nokkuð og settu niður hugmyndir að starfinu. Þá komu aðrir starfsmenn inn í hugmyndavinnuna. Umsjónarmenn funduðu nokkuð reglulega til að
fara yfir starfið og  síðan með starfsmönnum.

Lögð var áhersla á að verkefnin sem væru unnin væru sniðin að áhugasviði nemenda og að vekja áhuga nemenda á nýjum áskorunum. Einnig var lögð áhersla á að starfsmenn nýttu styrkleika sína og áhugasvið við gerð dagskrár.Í upphafi vetrar var lögð áhersla á einkum tvennt, að skipta nemendum í blandaða hópa þvert á aldur með það markmið í huga að nemendur kynntust.
Í upphafi vetrar var lögð áhersla á útiveru þar sem að nemendur gátuverið í frjálsum leik, farið í skipulagða gönguferðir um nágrennið og náttúruskoðun.

Ungmennafélagið bauð nemendum grunnskólans í upphafi vetrar að mæta á nokkrar æfingar áður en þeir ákváðu hvort þeir ætluðu að vera með í íþróttaskólanum eða ekki. 

Segja má að starfið í vetur hafi skipst í þrjár meginstoðir:
·         Samvinna leikskólans og grunnskólans með aldursblöndun og nemendakynningu að leiðarljósi
·         Samstarf við Ungmennafélag Biskupstungna varðandi íþróttaskólann, þar sem nemendur fóru úr Selstímanum í íþróttahúsið, þetta á bara við grunnskólanemendur
·         Aldursblöndun og áhugasviðsvinna nemenda í 1. – 4. bekk grunnskólans
Skipulagið sem slíkt hefur gefist vel og oftast gengið upp.

Það verður spennandi að sjá hvernig starfið í Selinu þróast áfram.








Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky