Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2006

Til umhugsunar............................

Betra er að tala af viti við sjálfan sig en tómt bull við aðra segir ágætt snjallyrði. Já, þegar maður er að taka smáviðtal og skrifa stutta skýrslu, fara yfir hana og breyta og bæta vill stundum það gerast að ég tala við sjálfa mig og jafnvel tölvuna, þess vegna þótti mér afa vænt um þetta snjallyrði þegar ég rakst á það nú á dögunum. En að skrifa svona texta er ekki að tala svo........ vonandi er þetta ekki bull.............annars...........búin með skýrsluna og er voða fegin.... Góðar stundir .

Geymsla á vef

Sæl og blessuð öll og gleðilegt sumar. Nú var ég að skoða púslið hennar Guðnýjar í nkn2006, skemmtilegt og það þarf ég að skoða betur, en svo datt ég niður á vefsíðu um geymslu á vefjum og samanburð milli erlendra fyrirtækja og datt í hug að setja slóðina hér; Ódýr vefhýsing ef einhver hefur áhuga, en þar sem ég hef ekkert vit á þessu ennþá get ég ekkert sagt um það hvernig þetta er eða hvað er best í þessu en ef einhver sem les þetta getur haft vit fyrir mér í þessum efnum væri ég afar fegin að heyra um það, þetta er hálfgerð hebreska fyrir mér í dag......... en langar að skilja betur... það er jú alltaf byrjunin eða hvað? Slóðin að púslinu er: http://www.flash-gear.com/index.php?copterth

Nokkrar myndir af Barna- og kammerkór Biskupstungna

Mynd
Kammerkórinn söng á Expó í Japan 2005 Aðventutónleikar 2005 í Skálholtskirkju. Kórinn að syngja við víxlu nýbygginar Grsk. Blskb. Reykholti - jan 2006 Kórinn í Slóveníu 2005

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar gott fólk. Þá er komið að einum dagbókarskrifunum enn. Páskafríið notað út í eitt fyrir námið, gera vefinn fyrir Barna- og Kammerkór Biskupstungna. Fyrst var nú að finna efni, hringja í foreldra og fá efni, hringja aftur og ítreka beiðnina, flokka efnið, ákveða hvað átti að taka fyrst, finna út hvaða ímynd kórinn ætti að hafa, svo var hægt að fara af stað, velja úr myndir, vélrita textann, velja bakgrunna velja og prófa leturgerðir og stærðir, setja inn útgáfur, finna efni á vefnum (tengla) sem hægt var að setja í greinarnar og finna vefsíður listamannanna,finna ritdóma á vefnum, lesa allt yfir, breyta bæta, hætta við efni, taka inn annað, bera efnið undir stjórnendur kórsins, athuga hvort maður finni lesefni um tæknivandamál sem mann langar að leysa, lesa það og prófa, virkar ekki, leggja til hliðar, athuga síðar. "Fatta" eins og börnin segja meðan maður er að elda matinn að það hefði nú kannski verið betra að gera verkefnið öðruvísi, hlaupa aðeins í tövluna ...

Pivot-klúbburinn

Nemendur hjá mér í 7.bekk eru afar áhugasamir í pivot forritinu. Þeir eru búinir að finna út að það er til áhugamannaklúbbur um forritið. Hér koma leiðbeiningarnar frá strákunum, ég skrifaði það beint eftir þeim: Slóðin er http://groups.msn.com/pivotanimation og þar er farið í join now, skrifar inn msnið þitt og skrollar niður og ýtir á agree og join. Þá ertu orðin member (félagi). Farðu svo á forsíðuna og í document,þar er hægt að fá alls konar hluti. Á forsíðunni er nýjasta útgáfan af pivot. Þeir eru orðnir svo flinkir strákarnir að þeir geta sett sjálfir inn eigin bakgrunna. Þeirra leiðbeining er: teiknaðu mynd, í paint í tölvunni þinni og sæktu síðuna (myndina sem þú teiknaðir) úr pivot og þá er grunnurinn kominn. Hægt er að setja inn texta, þannig að persónurnar "tala", þá ferðu í file og þaðan í alphabet og skrifar textann og hann kemur á skjánum í pivot. Svo er líka hægt að fara í file og create figure type en þar getur maður búið til hluti í myndina. Svo er bara að ...

Það var þetta með tómatinn..............................

Mynd
Jæja, þá er komið að dagbókarskrifum einn daginn enn. Nú tókst mér að setja inn producerverkefnið mitt á heimasíðuna. Gekk bara vel þegar maður veit hvað maður á að gera. En ég ákvað að halda mig við blómaþemað og breytti tómati í blóm, ætli maður geti breytt einhverju fleiru? Fundurinn með Sólveigu á Horizon Wimba gekk illa í kvöld, datt út og missti af því sem hún sagði. Þetta kerfi virkar ekki vel á mig, mér finnst kerfið með skype og vyew miklu betra, kannski af því að maður hefur notað það oftar. Svo er bara að vinda sér í Sólveigareininguna og lokaverkefnið og þá er lotan búin. Hvað svo?

Nöldur !!!!

Mynd
Ég búin með producer verkefnið mitt en tilraunir til að koma því á heimasíðuna hafa ítrekað misheppnast, samt er ég búin að spyrja en er svo treg í dag !!!!!! (já bara í dag!!!) Nú svo var ég að skrifa í moodle, skila pistilinn til Salvarar og þurfti að breyta síðunni tvisvar en það var þá ekki hægt að breyta nema einu sinni, vona að það sleppi að sinni.

Kominn 1. april og skillllllllllllllllllllllllllllllll.................

Mynd
Jæja, er búinn að sitja mikið við síðustu daga, klára allt sem Salvör hefur sett fyrir, en mér finnst ég bara aldrei vera búin. Það er alltaf hægt að vera að bæta og laga. En í dag eftir kennslu, vorum við Kristín að fikra okkur áfram með videokennslu og slidesmyndir og tal og setja saman í producer. Eins og sést vonandi á myndinni vorum við með græjur og flytja efni milli tölva EN vandræðin eru þau að tengið úr videovélinni passaði ekki í fartölvuna svo við reyndum krókaleiðir en það virkaði ekki. Erum að reyna að finna út úr þessu en þetta tekur tíma......................... bíddu var ekki talað um að ein eining væri svona 40, hugsanlega 50 klukkustundir? Í þetta verkefni eitt og sér eru þegar farnar 4 klst í undirbúning og upptökur, (hugmyndavinna ekki talin með, þegar maður er að sofna, keyra í bílnum, elda matinn, er tíminn líka nýttur), púsla saman í tölvunni rúm klst og ekki komið enn, alls 6 klst farnar bara í þetta en afraksturinn verður væntalnlega um 2ja mín kennsla.