Pivot-klúbburinn

Nemendur hjá mér í 7.bekk eru afar áhugasamir í pivot forritinu.
Þeir eru búinir að finna út að það er til áhugamannaklúbbur um forritið.

Hér koma leiðbeiningarnar frá strákunum, ég skrifaði það beint eftir þeim:

Slóðin er http://groups.msn.com/pivotanimation og þar er farið í join now, skrifar inn msnið þitt og skrollar niður og ýtir á agree og join. Þá ertu orðin member (félagi). Farðu svo á forsíðuna og í document,þar er hægt að fá alls konar hluti. Á forsíðunni er nýjasta útgáfan af pivot.

Þeir eru orðnir svo flinkir strákarnir að þeir geta sett sjálfir inn eigin bakgrunna. Þeirra leiðbeining er: teiknaðu mynd, í paint í tölvunni þinni og sæktu síðuna (myndina sem þú teiknaðir) úr pivot og þá er grunnurinn kominn. Hægt er að setja inn texta, þannig að persónurnar "tala", þá ferðu í file og þaðan í alphabet og skrifar textann og hann kemur á skjánum í pivot.
Svo er líka hægt að fara í file og create figure type en þar getur maður búið til hluti í myndina.

Svo er bara að prófa hvort þessa leiðbeiningar duga og eru réttar !!!!!!
Gangi ykkur vel.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky