Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar gott fólk.
Þá er komið að einum dagbókarskrifunum enn. Páskafríið notað út í eitt fyrir námið, gera vefinn fyrir Barna- og Kammerkór Biskupstungna. Fyrst var nú að finna efni, hringja í foreldra og fá efni, hringja aftur og ítreka beiðnina, flokka efnið, ákveða hvað átti að taka fyrst, finna út hvaða ímynd kórinn ætti að hafa, svo var hægt að fara af stað, velja úr myndir, vélrita textann, velja bakgrunna velja og prófa leturgerðir og stærðir, setja inn útgáfur, finna efni á vefnum (tengla) sem hægt var að setja í greinarnar og finna vefsíður listamannanna,finna ritdóma á vefnum, lesa allt yfir, breyta bæta, hætta við efni, taka inn annað, bera efnið undir stjórnendur kórsins, athuga hvort maður finni lesefni um tæknivandamál sem mann langar að leysa, lesa það og prófa, virkar ekki, leggja til hliðar, athuga síðar. "Fatta" eins og börnin segja meðan maður er að elda matinn að það hefði nú kannski verið betra að gera verkefnið öðruvísi, hlaupa aðeins í tövluna og breyta, finna alltí einu vonda lykt, meira segja karteflurnar geta brunnið við af því maður ætlaði bara aðeins að breyta verkefninu en tíminn er afstæður í svona verkefnum og aðeins varð fullt af mínútum, sem breyttust síðan í klukkustundir. En svo skoðar maður útkomuna, bara nokkrar blaðsíður og efni til í margar aðrar en tíminn að renna frá manni, apríl að verða búinn og komið að skilum til kennara. "Spegúlasjónirnar" lifa áfram og verkefnið verður meira og stærra en farið var af stað með því kórinn verður 10 ára á næsta ári. Gaman væri að gera áframhaldandi vef um kórinn sem spannar sl. 10 ár. Spennandi verkefni það.

En svona á milli þess sem að ég hvíldi mig á vefgerðinni þá grúskaði ég í Sólveigarþættinum, fletti "róðrinum" fram og til baka kíkti á greinar hraðlas sumar, leit yfir aðrar og fann að lokum dálítið efni sem ég lagði út af og þarf svo að klára í lokin. Hrökkva svo í kút þegar maður fer í kennópóstinn sinn, þar sem kennarinn heldur að maður hafi verið að hvíla sig um páskana !!!!! Bréf um að velja verkefni haustannar, skoðaði hvað var í boði, er að spá í þetta. Og annað bréf frá stjórnanda sumarkúrsins sem maður valdi, hann að fara að byrja og maður er rétt að finna út hvernig maður ætlar að enda þennan kúrs, eitthvað svo mikið að gera, hef aldrei skilið fólk sem veit ekki hvað það á að gera á morgunn, einhvern vegin verkefnalaust. Mér finnst lífið of dýrmætt til að bíða eftir að eitthvað gerist..... Svo mörg voru þau orð. Góðar stundir.

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky