Það var þetta með tómatinn..............................
Jæja, þá er komið að dagbókarskrifum einn daginn enn.
Nú tókst mér að setja inn producerverkefnið mitt á heimasíðuna. Gekk bara vel þegar maður veit hvað maður á að gera. En ég ákvað að halda mig við blómaþemað og breytti tómati í blóm, ætli maður geti breytt einhverju fleiru?
Fundurinn með Sólveigu á Horizon Wimba gekk illa í kvöld, datt út og missti af því sem hún sagði. Þetta kerfi virkar ekki vel á mig, mér finnst kerfið með skype og vyew miklu betra, kannski af því að maður hefur notað það oftar.
Svo er bara að vinda sér í Sólveigareininguna og lokaverkefnið og þá er lotan búin. Hvað svo?
Ummæli