Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2006

Til uppáhaldsnemenda minna í 9.bekk

Mynd
Farið verður í Slakka á föstudaginn, farið með Bjarna niður í Laugarás. Kostar 400 kr. innifalið golfið. Gleymdi að spyrja hvort sjoppan er opin. Farið heim með Bjarna kl. 11.00. Laugarásbúar hitta okkur um kl.9.30 í Slakka og geta farið beint heim kl.11.00 Gott væri ef þið létuð vita í comments hér fyrir neðan að þið séuð búin að skoða skilaboðin. Muna peninginn til Eyrúnar. Kostnaður við Reykjavíkurferð á þriðjudag um 1.000.- kr + sjoppupening, gott að hafa líka með sér mogrunnesti eftir Gljúfrastein. Kveðja AGLA

Til áskrifenda bloggsins.................

Mynd
Blessuð öll, er ekki dauð úr öllum æðum. Ég hef aldrei skilið þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við tímann sinn, "hafa ekkert að gera", ég vinn með svona fólki sem leiðist heima og biður eftir að fríið er búið, nemendur sem leiðast því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera og svo framvegis. En ég aftur á móti, vinnan mín er mikill tímaþjófur!!!, slítur í sundur fyrir manni daginn (nei, djók eins og krakkarnir segja, þegar þau vita ekki alveg hvort þau eigi að standa við það sem þau voru að endavið að segja!!!), það er svo margt annað skemmtilegra í spilunum, sem ég þarf líka að gera. Vildi geta unnið einungis fyrir hádegi og tekjurnar dygðu fyrir því sem þarf að borga......... en svo er ekki í dag. Það er búið að vera mikið að gera í allskonar tónleikastússi og afar skemmtilegt. Annars er kennslan að verða búinn og prófayfirferð og slíkt að taka við, ferðalögin eftir. Hlakka síðan einna mest til að fara í staðbundalotu í Kennó 12. og 13. júní. Þá taka væntanlega við ein...

Að byrja á nýju viðfangefni

Nú var sumarkúrsinn minn að byrja, Upplýsingatækni og stjórnun. Bókin er komin í hús og er að byrja að glugga í hana. Það tekur á að setja sig í lestrarstellingar þegar komið er sumar og plönturnar bíða eftir að komast í mold og og og ...........................og svo frv..................... Nokkrir nemendur í skólanum mínum, hafa gaman af að vera í tölvunum sínum, mestur tíminn fer í leiki að mér heyrist en nú eru a.m.k 5 búnir að búa til nokkra leiki í gamemaker og pivot forritinu og nokkrir aðrir eru að prufa þessi forrit. Um daginn hvíslaði ég að einum þeirra í fríminútum að nú vissi ég um eitt forrit ennþá þ.e. þrívíddarforritið og fylgihlutasíðuna sem Salvör benti mér/okkur á, en ég hef ekki prófað það sjálf almennilega. Hann vildi ólmur fá netfangið, sem ég mundi ekki og lét hann sækja blað og blýant og bað hann að hitta mig svo við tövluna, ég ætlaði að fletta því upp fyrir hann. Viti menn fréttin barst eins og sinueldur, hann kom með tæplega 10 stráka með sér til mín, blaðs...

Alltaf að prufa eitthvað nýtt

Einn af samnemendum mínum í nkn2006 í KHÍ, gerði fínan námsvef um ljósmyndaforritið Paint Shop Pro. Þetta forrit þekkti ég ekkert svo ég hlóð niður "free trial" og er búin að vera að prufa þetta og leiðbeiningar hennar. Það hefur á ýmsu hjá mér enda lítið þekkt til slíkra forrita en mér skilst að æfingin skapi meistarann........... svo ég held ótrauð áfram. Ef þú hefur áhuga á þessu á skaltu ýta hér .

Alltaf að fikta.

Mynd
Sæl einu sinni enn, bara að prófa picasa-forritið sem ég sá á bloggsíðunni hjá Guðnýju, sniðugt myndaforrit, á örugglega eftir að prufa það meira. Kveðja, AGLA p.s. annas er myndin úr gróðurhúsi í Laugarási. 

Við lok nkn2006

Kæru félagar í nkn2006! Nú er þessum áfanga lokið hjá Salvöru og þakka ég ykkur góðar stundir, þegar ég lít aftur til janúarbyrjunar þegar ég vissi (nánast) ekkert um vefinn og öll þessi forrit og vefverkfæri og hvað eina sem ég er búin að prófa finnst mér ég hafa bara áorkað nokkuð miklu. Enda mikil yfirlega. Stundum fannst mér eins og ég væri í 10 einingakúrs en ekki 5 eininga !!! Þetta var að megninu til afar skemmtilegur "kúrs" og dagurinn í Grundarfirði með samnemendum og kennara stendur þó svolítið uppúr. Annars heyrumst við bara á skype-inu og kannski í næstu "kúrsum". Góðar stundir og njótið sumarsins. Kveðja frá þeirri ritóðu - a.m.k. að mati sumra samnemenda.!!!!!!!!! AGLA