Til áskrifenda bloggsins.................
Blessuð öll, er ekki dauð úr öllum æðum.
Ég hef aldrei skilið þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við tímann sinn, "hafa ekkert að gera", ég vinn með svona fólki sem leiðist heima og biður eftir að fríið er búið, nemendur sem leiðast því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera og svo framvegis. En ég aftur á móti, vinnan mín er mikill tímaþjófur!!!, slítur í sundur fyrir manni daginn (nei, djók eins og krakkarnir segja, þegar þau vita ekki alveg hvort þau eigi að standa við það sem þau voru að endavið að segja!!!), það er svo margt annað skemmtilegra í spilunum, sem ég þarf líka að gera. Vildi geta unnið einungis fyrir hádegi og tekjurnar dygðu fyrir því sem þarf að borga......... en svo er ekki í dag.
Það er búið að vera mikið að gera í allskonar tónleikastússi og afar skemmtilegt. Annars er kennslan að verða búinn og prófayfirferð og slíkt að taka við, ferðalögin eftir. Hlakka síðan einna mest til að fara í staðbundalotu í Kennó 12. og 13. júní. Þá taka væntanlega við einhver fleiri verkefni í kúsinum og síðan sumarfrí í nokkra daga og heyskapur og svo er bara aftur komin vinnan fyrir brauðinu. Endalaus hringrás...............
Ummæli