Að byrja á nýju viðfangefni

Nú var sumarkúrsinn minn að byrja, Upplýsingatækni og stjórnun. Bókin er komin í hús og er að byrja að glugga í hana. Það tekur á að setja sig í lestrarstellingar þegar komið er sumar og plönturnar bíða eftir að komast í mold og og og ...........................og svo frv.....................

Nokkrir nemendur í skólanum mínum, hafa gaman af að vera í tölvunum sínum, mestur tíminn fer í leiki að mér heyrist en nú eru a.m.k 5 búnir að búa til nokkra leiki í gamemaker og pivot forritinu og nokkrir aðrir eru að prufa þessi forrit. Um daginn hvíslaði ég að einum þeirra í fríminútum að nú vissi ég um eitt forrit ennþá þ.e. þrívíddarforritið og fylgihlutasíðuna sem Salvör benti mér/okkur á, en ég hef ekki prófað það sjálf almennilega. Hann vildi ólmur fá netfangið, sem ég mundi ekki og lét hann sækja blað og blýant og bað hann að hitta mig svo við tövluna, ég ætlaði að fletta því upp fyrir hann. Viti menn fréttin barst eins og sinueldur, hann kom með tæplega 10 stráka með sér til mín, blaðsnepil og óyddaðan blýant!!! og allir fengu slóðina. (10 nemendur eru tæp 10% nemenda, í skólanum eru rétt rúmlega 100 nemendur.)
Síðan frétti ég daginn eftir að margir í viðbót fengu slóðina.......... svona vinna krakkarnir í dag....... fá slóðir fara heim og prufa ...... spyrja hvort annað, gjanan á msn, ef þau stranda og svo frv. Allir þessir strákar sem ég "mata" svona hafa enga möguleika í dag að prufa þetta í skólanum svo þeir vinna bara sjálfir heima. Ekki hef ég frétt af neinni stelpu sem hefur nennt að prufa þetta að einhverju gangi en nokkrar hafa fengið slóðir hjá mér og svo veit ég litð meira því ég næ ekki að fylgjast nógu vel með þeim. Einn móðir hefur þakkað mér fyrir að ýta þessu að syni sínum, hún sagði: "Hann er þá að gera eitthvað skapandi í tölvunni."
Góðar stundir

Ummæli

Vinsæll póstur

Ferð starfsfólks Bláskógaskóla Reykholti til Ítalíu, 30.04.2019 – 05.05. 2019

Prjónakennsla

Utís 2019 - Upping your classroom - Jesse Lubinsky