Haustið komið?
Búin að fara í frí og skreppa líka aðeins inn á hálendið, myndin er frá Hvítárvatni, nyðri skriðjökullinn í Hvítárvatni sést hér. Takið efti hvítu flekkjunum í jöklinum en meðan við vorum þarna heyrðum við brak og bresti frá jöklinum og hluti af þessu hvíta myndaðist, jökullinn brotnaði í vatnið. Skeið fram.
Fyrsti dagurinn í vinnunni, fundur og ná áttum, skoða hvað maður á að kenna í vetur, horfa á stundartöfluna, kíkja á bækur, athuga hvort þær allar eru komar í hús, skoða bekkjarlistann, kíkja í stofuna og anda að sér loftinu, vita hvað hinir voru að gera í sumar, spá og spekúlera. Fyrsti vinnudagurinn búinn. Og að sjálfsögðu komið gott veður!
Svo er það skólinn minn, hobbyið mitt, er að fá einkunnir í hús eftir vorið og sumarnámið er bara glöð með mig með 9,0 og 9,5 enginn fékk 10 í kúrsunum svo ég uni vel við mitt. Svo er skil á ritgerðaruppkasti á morgun en tel mig nú nánast vera búin með hana. Eftir það byrja svo nýjir kúrsar, alltaf eitthvað í gangi, bara gaman.
En svo er það upplýsingagjafinn, var að skoða síðu þar sem hægt er að búa til eigin heimasíðu og vista fyrir ekkert, innan ákveðins stærðarramma, líst bara vel á það. Þekki einn sem hefur notað þetta nokkuð og er ánægður með það, segir svolítið bras að koma myndum inn en eftir fyrsta skiptið gengur það og gestabókin virkar ekki fyrr en viku eftir að heimasíðan er útgefin.
Þetta er síðan www.freewebs.com
Ég á örugglega eftir að prófa þetta betur.
Ummæli