Færslur

Sýnir færslur frá september, 2006

Sumarönninni lokið og haustönnin löngu byrjuð.

Mynd
Jæja þá er sumarönninni lokið og haustönnin að fara á fullt skrið. Upphaf haustannar fer í að kynna sér verkefnin og lesa og lesa lærðar greinar og bækur um efnið en síðari hluti lotunnar fer í að gera verkefni tengd lestrinum. Á sumarönninni valdi ég mér kúrsinn Upplýsingatækni og stjórnun hjá Hafsteini Karlssyni og Þorsteini Hjartarsyni. Lokaverkefnið mitt og samstarfskonu minnar Kristínar Bjarkar, okkar Bláskógakvennanna ( en við erum að verða þekktar undir því nafni í geiranum!) var að skrifa um heimasíður skóla og hlut kennara í upplýsingatækni í skólum og gera drög að námsvísi í upplýsingatækni fyrir grunnskóla. Hinn kúrsinn á sumarönninni var Vettvangsnám hjá hugbúnaðarfyrirtækninu Hugur/Ax , þar vann ég á Menntagátt. Það var afar gaman að komast að hjá hugbúnaðarfyrirtæki og sjá aðra veröld en starfsvettvang grunnskólakennarans. Það var eins og rússibanaferð að komast í þennan kúrs, svo margt að læra, skoða , spá og spekulera. Það er svo margt spennandi sem ég á eftir að sk...

Ferð út í óvissuna ... í Kennó

Mynd
Í dag er það svo að námið er eins og ferð inn í óvissuna. Ég byrjaði í tveimur kúrsum í Kennó nú í september og tók tvo á sumarönninni. Þetta er náttúrulega bara skemmtilegt en ég hef samt hugsað um það, maður les einhverja lýsingar á kúrsum, reynir að athuga hvort maður þekkir einhvern sem hefur sótt kúrsinn, spáir og spekulerar hvort þetta eigi við mann, efnið sé spennandi, kennarinn "góður" og velur svo. Fullkomin óvissa. En það skemmtilega við þetta allt saman er hvað þetta kemur alltaf skemmtilega á óvart og hefur hingað til verið skemmtilegra en væntingar stóðu til.

Kennari fram á ellilaunin .......................

Mynd
Að vera komin á það skeið í lífinu að starfsaldurinn sé um það bil hálfnaður, horfa til baka og hugsa um hvernig kennari maður var í upphafi ferils, hvernig kennari maður er í dag og hvernig kennari á maður eftir að verða ............... kannski eins og tískusýningardama sem er oflengi í starfi? Hvar eru mörkin?