Sumarönninni lokið og haustönnin löngu byrjuð.
Jæja þá er sumarönninni lokið og haustönnin að fara á fullt skrið. Upphaf haustannar fer í að kynna sér verkefnin og lesa og lesa lærðar greinar og bækur um efnið en síðari hluti lotunnar fer í að gera verkefni tengd lestrinum. Á sumarönninni valdi ég mér kúrsinn Upplýsingatækni og stjórnun hjá Hafsteini Karlssyni og Þorsteini Hjartarsyni. Lokaverkefnið mitt og samstarfskonu minnar Kristínar Bjarkar, okkar Bláskógakvennanna ( en við erum að verða þekktar undir því nafni í geiranum!) var að skrifa um heimasíður skóla og hlut kennara í upplýsingatækni í skólum og gera drög að námsvísi í upplýsingatækni fyrir grunnskóla. Hinn kúrsinn á sumarönninni var Vettvangsnám hjá hugbúnaðarfyrirtækninu Hugur/Ax , þar vann ég á Menntagátt. Það var afar gaman að komast að hjá hugbúnaðarfyrirtæki og sjá aðra veröld en starfsvettvang grunnskólakennarans. Það var eins og rússibanaferð að komast í þennan kúrs, svo margt að læra, skoða , spá og spekulera. Það er svo margt spennandi sem ég á eftir að sk...